Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 51

Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 51
landinu nemi að jafnaði um 1.000 - 2.000 trjám árlega, en ná- kvæm tala liggur ekki fyrir. Þetta hefur þó aukist smám saman undanfarin ár og gæti þessi tala því átt eftir að hækka á næst- unni. Einstaklingar hafa lítið lagt stund á ræktun jólatrjáa hérlend- is og er ræktunin f Fellsskógi í S.-Þingeyjarsýslu sú ræktun ein- staklinga sem mest hefur kveðið að, en þar hafa undanfarin ár ver- ið höggvin nokkur hundruð tré árlega. Núna allra sfðustu ár eru að vaxa upp jólatrjáteigar hjá nokkrum bændum, m.a. í Skorra- dal, og eiga þeir að geta skilað nokkur hundruð trjám árlega. Einnig er alltaf eitthvað um að einstakir sumarhúsaeigendur höggvi jólatré á lóðum sínum, en það er f litlum mæli. Því er hægt er að áætla að þessir aðilar hafi til samans höggvið u.þ.b. 180 - 200 þúsund jólatré á árunum 1968 - 1992. Jólatrjátekjan jókst jafnt og þétt fram til ársins 1979.614 Það ár var íslenskri skógrækt erfitt því þá var tíðarfar óhagstætt og sá mikið á jólatrjám um haustið. Þetta olli því að ekki var hægt að höggva eins mikið af trjám og efni stóðu til. Eftir þetta áfall jókst jólatrjátekjan aftur jafnt og bétt, allt fram til ársins 1986, en það ár hjó Skógrækt ríkisins lið- lega tólf þúsund tré,14 þannig að á landinu öllu voru tekin í kring- . um fjórtán þúsund tré. Þetta ár var metár hvað varðar jólatrjá- höggið því það hefur síðan farið minnkandi. Hvaða tré eru höggvin? Hér á landi hafa fjórar trjáteg- undir verið nýttar í einhverjum mæli sem jólatré: rauðgreni (Picea abies), stafafura (Pinus contorta), blágreni (Picea engel- nannii) og fjallaþinur (Abies lasio- oarpa). Einnig er alltaf eitthvað Helstu jólatrjáræktarstaöir Skógræktar ríkisins 1 Skorradalur 2 Norötunga 3 Vaglaskógur 4 Fellsskógur 5 Hallormsstaöur 6 Þjórsárdalur 7 Haukadalur 8 Pingvellir fellt af sitkagreni (Picea sitcfiensis) og hvítsitkagreni (Picea x lutzii). Hér á eftir ætla ég að fjalla lít- illega um ofangreindartegundir. Stór hluti þeirra upplýsinga er fenginn úr greinum Ágústs Árna- sonar um jólatré, í Skógræktar- bókinni og í danska tímaritinu Náledrys, og úrgrein Baldurs Þorsteinssonar um barrtré í Skógrækta rbóki n n i. Rauðgreni Langmest hefur verið höggvið af rauðgreni til að nota sem jólatré. Það er í hugum margra hið eina sanna jólatré, er fíngert og ilm- andi, og hefur þessa dæmigerðu jólatrjálögun. Það er hins vegar ekki sérlega barrheldið og hefur goldið þess nokkuð í sölu að undanförnu. Með réttri með- höndlun getur það þó haldið barrinu vel yfir hátfðarnar. Það hefur einnig verið selt f hundr- aðavfs með moldarhnaus fyrir hver jól að undanförnu, auk þess að vera notað sem stórt tré á torgum og samkomustöðum. Vanda þarf mjög staðarval þeirra svæða þar sem gróður- setja á rauðgreni. Það þrífst ekki Jólatrjáhögg skógræktarfélaganna árið 1992 FÉLAG Tala jólatrjáa Sk.fél. Reykjavíkur, í Heiðmörk og Fossvogi 203 Sk.fél. Mosfellsbæjar, í Hamrahlíð 124 Sk.fél. Hafnarfjarðar 50 Sk.fél. Kjósarsýslu,! Vindáshlíð og á Fossá í Hvalfirði 0-50 Sk.fél. Kópavogs, á Fossá í Hvalfirði 92 Sk.fél. Borgarfjarðar, í Daníelslundi 46 Sk.fél. Stykkishólms, í Setbergi, Langás og Grensás 18 Sk.fél. ísafjarðar, ÍTungudal og Stóru-Urð 15 Sk.fél. A.-Húnvetninga, á Gunnfríðarstöðum 7 Sk.fél. Skagfirðinga, m.a. á Hólum 20-70 Sk.fél. Siglufjarðar, í Skarðsdal 20 Sk.fél. Eyjafjarðar, í Kjarnaskógi o.fl. stöðum 50-200 Sk.fél. S.-Þingeyinga, í Fossselsskógi 402 Sk.fél. N.-Þingeyinga, í Akurgerði í Axarfirði 8 Sk.fél. Austurlands, í Eyjólfsstaðaskógi á Völlum 115 Sk.fél. Mýrdælinga, á Gjögrum 31 Sk.fél. Mörk, á Hörgslandi og Klaustri 42 Sk.fél. íslands, á Ingunnarstöðum í Brynjudal 240 Tölumar eru iengnar úr starfsskýrslum félaganna. SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.