Skógræktarritið - 15.12.1993, Side 58
Arðsemisútreikningar
Að þessum forsendum gefnum
getum við reiknað út hve miklum
arði fjárfesting í jólatrjáræktun
getur skilað. Rétt er að ftreka það
að þessar forsendur eru mjög
breytilegar milli staða þannig að
arðsemi getur orðið afar mis-
munandi.
Til að meta það hvort fjárfest-
ing sé arðbær þarf að færa allar
tekjur og gjöld til núvirðis. Út-
koman sem fæst úr því er kölluð
núvirði og er táknuð með K (kap-
ítalverðmæti). Sé útkoman já-
kvæð telst fjárfestingin arðbær.7
Til að leggja mat á arðsemina
reiknum við út innri vexti fjárfest-
ingarinnar.4 Eru þeir það vaxta-
stig þar sem núvirði fjárfestingar-
innar nær núlli.
Af þessu má sjá að innri vextir
rauðgreniræktunar sem jólatrjáa,
miðað við þessar forsendur, eru
á bilinu 8 - 9%. Miðað við það að
2,5% innri vextir teljist viðunandi
af fjárfestingu í skógrækt til timb-
urnytja má þetta teljast góð arð-
semi.
Benda má á að ef einhver áföll
dynja yfir, svo sem af völdum
veðurs eða vanhirðu, og nýtingin
verður lægri, fer t.d. niður í 25%,
lækka innri vextir fjárfestingar-
innar í um 4 - 5%. Sama má segja
að ef verð lækkar t.d. um 30%, þá
lækka innri vextirnir í um 8%. Ef
þetta gerist hvort tveggja, þ.e.
verð lækkar um 30% og nýting í
25%, þá verða innri vextirnir um
1 - 2%.
)ólatrjárækt, framtíðarhorfur
Eins og áður sagði eru íslensk
jólatré ekki nema um 1/3 af mark-
aðnum í dag.1419 Hvað veldur því
er sjálfsagt margþætt en þyngst
vegur það, að eins og er getur ís-
lensk skógrækt ekki afhent tré af
nægilega barrheldnum tegund-
um, en þær virðast vera það sem
markaðurinn vill. Því er ekki hægt
að selja allt það rauðgreni, sem
hægt væri að höggva, miðað við
núverandi aðstæður. Einnig hef-
ur innflutningur trjáa aukist og
verð innfluttu trjánna lækkað
vegna harðnandi samkeppni inn-
flytjenda. Þannig hafa íslensku
trén átt í vök að verjast að und-
anförnu og eru þar að vísu á bekk
með mörgum öðrum íslenskum
framleiðsluvörum. Hefur salan
dregist saman og innflutningur-
inn aukist að sama skapi.
Við þessari þróun þarf að
sporna og verða skógræktarmenn
að bregðast strax hart við. Þarf
að laga sig að markaðnum
þannig að hægt verði að bjóða
upp á íslensk tré sem eru barr-
heldin til jafns við þau innfluttu.
Þetta er ekki á nokkurn hátt frá-
leitt markmið og ætti stefnan að
vera sú að árið 20 i 0 - 2020 verði
hægt að útvega íslensk jólatré
fyrirallan innanlandsmarkaðinn.
Því þarf að taka upp markvissar
rannsóknir á möguleikum
jólatrjáræktunar hér á landi til
þess að geta byggt skipulagning-
una á góðum grunni og aukið
arðsemi ræktunarinnar. Skipta
þar kvæmamál og öflun heppi-
legs fræs miklu máli og eins ýms-
ir ræktunartæknilegir þættir svo
sem plöntugerðir, jarðvinnsla, á-
burðargjöf og formklipping.
Margt f þessum efnum getum við
lært af Dönum, en aðra verðum
við þróa hér sjálfir, ekki sfst
vegna þess að við verðum að
byggja á öðrum trjátegundum en
þeir.
Einnig þurfum við að huga að
gæðamálum í jólatrjáræktuninni
hjá okkur. Danir flokka jólatré í
nokkra gæðaflokka og leggja þar
tii grundvallar lögun og lit
trjánna. Gæðaflokkarnir eru um
leið verðflokkar og getur munað
allt að 50% á verði trjáa í hæsta
Innflutningur jólatrjáa og greina borinn saman við jólatrjáhögg 1965-1990
Tonn
Stk.
z
o
t-
o
<
350
300
250
200
150-
100
50
0
,
■r
________11 m ■ i n n
111 rm n 11 n
111 i ii i n
lO (D
CD CD
O) CD
Tölurnar eru fengnar úr starfsskýrslum Skógræktar rfkisins
og innflutningsskýrslum Hagstofu íslands.
14.000
12.000
10.000 ti
c_
O’
r
o
8.000
6.000
4.000
2.000
r^cocno-i-<M«'tfir>coi-'-ooa>o->-c\jco''tLnto[''.coa>o
<o<o<ONSNNNNNNNsœ<i)ffln>œœ<iocotoa>®
G>G>oooo>o>o>a>oooo>ooa>o>oooo>o>o>o
30
c_
>-
>
56
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993