Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 59
og lægsta flokki. Þannig er hægt
að höggva tré sem hafa lakara út-
Iit og selja í lægri flokki fyrir
lægra verð. Þannig getur kaup-
andinn valið sér tré eftir því sem
fjárhagur hans leyfir. Þetta höf-
um við ekki gert og fara öll tré í
sama flokk. Ef við tækjum upp
gæðaflokkun gætum við hugsan-
lega hækkað verð bestu trjánna,
en í staðinn lækkað verð þeirra
lakari.
Alla þessa þætti verðum við að
taka til athugunar sem allra fyrst.
Hvert árið sem líður án umbóta
er tapað og ekki hægt að vinna
upp aftur.
Hvar á að rækta jólatré?
Jólatrjáræktun gengur ekki hvar
sem er á landinu frekar en önnur
nytjaskógrækt. Eru það veður-
farsskilyrðin sem ráða þar mestu
um. Þó má sjálfsagt rækta harð-
gerar tegundir á borð við stafa-
furu og blágreni með góðum
arangri víðar en margur hyggur.
Fjallaþinur og rauðgreni gera
hins vegar meiri kröfur til veður-
fars og jarðvegsskilyrða og er
ekki hægt að rækta með full-
nægjandi árangri eins víða.7
Almennt má segja að jólatrjá-
ræktun þurfi að fara fram á veð-
ursælum og frjósömum stöðum.
Gott er ef þeir eru birki vaxnir, en
það fer þó eftir því hvaða tegund-
ir á að rækta. Skjóli má einnig
koma upp með skjólbeltum eða
forræktun annarra trjátegunda,
svo sem birkis eða lerkis. Þó ber
að gæta þess að lerkið fellir barr-
ið á haustin og geta nálarnar set-
ið í jólatrjánum, mun frekar en
lauf lauftrjáa.
larðvegsskilyrði þurfa að vera
góð, en þó má rækta furutegund-
ir á nokkuð rýru landi. Hefur gef-
ist vel að rækta furu á skjólgóð-
um lyngmóum. Einnig má laga
jarðvegsskilyrðin mikið með jarð-
vinnslu og áburðargjöf.
Gæta þarf þess vandlega að
sneiða hjá stöðum þar sem
hætta er á að kalt loft sitji, þ.e.
kuldapollum. Getur því víða verið
erfitt að rækta jólatré á algeru
flatlendi. Betra hefur reynst að
rækta þau í einhverjum halla.
Kostur er að jólatrjáræktunin
sé stunduð í nágrenni þéttbýlis
þannig að sem minnstur kostn-
aður fari í flutninga. Eins geta
veður og færð verið válynd þegar
líða tekur að jólum og þvf heppi-
legt að sem styst sé að fara með
trén. Þá er frekar hægt að höggva
tré jafnóðum eftir því sem salan
segir til um. Því ætti að vera hag-
kvæmast að rækta sem mest af
jólatrjám sem næst Stór-Reykja-
víkursvæðinu, en þar er
langstærsti markaðurinn.
Þó ber að líta á það að flutt eru
hingað tré í gámum með skipum
frá Danmörku. Því er flutnings-
kostnaður ekki svo afgerandi
þáttur að ekki megi flytja tré hér
milli landshluta.
Hvaða tegundir á að rækta?
Eins og.áður sagði höfum við nú
áralanga reynslu af ræktun fjög-
urra tegunda sem jólatrjáa, þ.e.
blágrenis, fjallaþins, rauðgrenis
og stafafuru, og eins af ræktun
sitkagrenis/hvítsitkagrenis til að
nota sem stórt torgtré. Þessar
tegundir hafa allar reynst vel sem
jólatré. Eru þetta þvf þær teg-
undir sem beinast liggur við að
nota sem uppistöðu í jólatrjá-
ræktun framtíðarinnar. Aðalatriði
er að auka ræktun tegunda sem
geta keppt við innfluttu trén og
eru sambærileg þeim hvað varð-
ar barrheldni. Þar höfum við teg-
undirnar fjallaþin og blágreni, en
þær eru fyllilega sambærilegar
við innflutta nordmannsþininn
Skógarfura í Setbergsskógi við
Stykkishólm. Hún er ræktuð sem
jólatré víða um heim og kæmi vel
til greina hér á landi sem jólatré.
Mynd: J.G.P. 31.10.92.
hvað varðar barrheldni. Þær taka
honum meira að segja fram hvað
varðar ýmsa þætti eins og ilm og
þéttleika. Með ræktun þeirra er
því hægt að uppfylla óskir mark-
aðarins.
Nokkrar aðrar tegundir, sem
við höfum áralanga reynslu af,
gæti einnig komið til greina að
rækta sem jólatré hér á landi.
Ætla ég að fjalla lítillega um
nokkrar þeirra tegunda, sem ég
tel hugsanlega koma til greina í
jólatrjáræktun til viðbótar þeim
sem áður hafa verið nefndar.
Skógarfura (Pinus silvestris)
Mikið var gróðursett af skógar-
furu á árunum 1950 - 1960. Sú
gróðursetning bar ekki tilætlaðan
árangur vegna skordýrsins
furulúsar (Pineus pini), sem herj-
aði á trén. Trjánum fór hins vegar
vel fram f uppvexti eftir gróður-
setningu og náðu oft 1 - 2 m hæð
áður en lúsin gekk af þeim dauð-
um. Þessi vágestur er talinn hafa
borist hingað með innfluttum
plöntum. Nú í seinni tíð hafa
menn farið að veita athygli
nokkrum skógarfurutrjám sem
eftir lifa vftt og breitt um landið.
Þar er e.t.v. fundinn efniviður til
að byggja á í framtíðinni.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
57