Skógræktarritið - 15.12.1993, Side 64
JON SIGURÐSSON
Sjálfseignarstofnunin
Grundarteigur
Skýrsla um
skógræktarstarf
1979-91
Eins og greint var frá í ársriti
Skógræktarfélags íslands
fyrir nokkrum árum, stofn-
uðu þáverandi eigendur jarðarinn-
ar Klafastaða í Skilmannahreppi,
Ásta Þorsteinsdóttir, Guðmundur
Þorsteinsson og Kristmundur Þor-
steinsson, sjálfseignarstofnunina
Grundarteig á árinu 1979. Afsöluðu
þau stofnun þessari 24,4 hekturum
úr landi jarðarinnar til útivistar
fyrir íbúa Skilmannahrepps, starfs-
fólk fslenska járnblendifélagsins og
fjölskyldur þess. járnblendifélagið
tók hins vegar að sér að girða land-
ið og planta í það trjám, þannig að
fullplantað yrði á tíu árum.
Samkvæmt skipulagsskrá ber
stjórn þessarar sjálfseignarstofn-
unarað birta opinberlega skýrslur
um skógræktarstarfið. Fer hér á eft-
ir yfirlitsskýrsla um þetta starf frá
byrjun.
Fyrsta sumarið, 1979, voru gróð-
ursettar 5.400 plöntur, - 4.000
birkiplöntur, 1.000 viðjur, 300aspir
og 100 stafafurur.
Sumarið 1980varenn meira
gróðursett eða 7.800 plöntur. Birki-
plöntur af ýmsum stærðum voru
6.000 talsins. en afgangurinn viðja,
ösp, sitkagreni og stafafura.
Sumarið 1981 var plantað 5.000
plöntum f landið. Af því var ríflega
helmingur birki, en nokkuð af al-
askavíði og alaskaösp og um 1.000
stafafurur.
Gróðursetningin féll niður sum-
urin 1982 og 1983, en vartekinupp
aftur með 2.000 plöntum 1984 og
6.000 plöntum 1985. Fyrra árið var
helmingur birki, en tveir fjórðungar
stafafura og sitkagreni.
Sfðara árið var röskur þriðjungur
birki, allmikið af ösp og sitkagreni,
en minna af stafafurum, viðjum og
víði.
Sumarið 1986 var enn plantað í
landið, - nú 4.850 plöntum. Birki-
plönturvoru 2.500, 1.300 stafafur-
ur, 550 sitkagreni og 500 lerki-
plöntur. Samtals hafði þá verið
plantað f landið um 31.000 plönt-
um. Má þá telja fullplantað næst
þjóðveginum, en rými talið eftir til
2-3 ára plöntunar með svipuðu
áframhaldi.
Sumarið 1987 var rösklega hald-
ið áfram og gróðursettar rúmlega
6.000 plöntur, tæp 1.500 af birki,
rúmlega 1.000 stafafurum, 1.000
alaskaöspum, 1.500 lerkiplöntum,
700 bergfurum og 100 seljum.
Sumarið 1988 voru nær 12.000
plöntur gróðursettar, um 6.500
birkiplöntur, en minna af viðju,
ösp, sitkagreni, stafafuru og lerki.
Ááratugnum 1979-1988 voru
þannig gróðursettar 48.900 plöntur
af ýmsu tagi í skógræktarlandið og
var það þá talið fullplantað svo
sem um var samið í upphafi. Sum-
urin 1989, 1990 og 1991 varþó
bætt við alls 3.400 plöntum á jað-
arsvæðum og til fyllingar.
Flefur trjánum vegnað mjög mis-
vel eftir aðstæðum á gróðursetn-
ingarstað, árferði, snjóalögum og
einstökum veðrum. Afföll mega
teljast eðlileg að mati skógræktar-
manna nema hvað sígræn barrtré
skemmast af næðingi f þessu um-
hverfi. Víst er um, að þessi gróður-
setning hefur þegar breytt svipmóti
landsins og dregið að fugla. Þessi
frumplöntun var að verulegu leyti
hugsuð til að skapa skjólsælla um-
hverfi fyrir annan og viðkvæmari
gróður. Hún er þegar farin að hafa
þau áhrif. Aðstæður frá náttúrunn-
ar hendi eru fremur óhagstæðar
þarna í hlíðum Akrafjalls, svo að
trjávöxtur er vfða hægur á svæð-
inu. Þó er þegar ljóst, að trén eru
farin að styðja hvert annað í bar-
62
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993