Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 67
SNORRI SIGURÐSSON
Heimsókn
skógræktarmanna
til Svíþjóðar
Frá fræi til afurðar
Eins og að lfkum lætur eru marg-
ar iðngreinar hér á landi háðar
innflutningi á ýmiskonar trjáiðn-
aðarvörum og þá ekki hvað síst
matvælaiðnaðurinn og prentiðn-
aðurinn. Eitt af þeim fyrirtækjum,
sem annast slík viðskipti er Um-
búðamiðstöðin hf. í Reykjavík,
sem m.a. kaupir inn gljápappa
(karton) til umbúða fyrirýmsar
sjávarafurðir, frá Iggesund Paper-
board A.B. í Svfþjóð, en það fyrir-
tæki er aðili að stærstu skógar-
fyrirtækjasamsteypu þar í landi
MoDo A.B. (Mo og Domsjö).
Til marks um umsvif MoDo,
voru sölutekjur árið 1991 um 17
milljarðar sænskra króna og
fjöldi starfsmanna það ár um 13
þúsund.
Að frumkvæði Björns Ásgríms-
sonar, markaðsstjóra Umbúða-
miðstöðvarinnar hf., og vegna
Séð yfir Bergsjö. Ávalir, jökulsorfnir
ásar klæddir rauðgreni og birki, þar
sem jarðvegur er frjósamur, en í rýrari
jarðvegi á hæðakollunum tekur skóg-
arfuran við.
heimsóknar sölumanna Iggesund
Paperboard til frú Vigdísar Finn-
bogadóttur forseta fslands, gaf
fyrirtækið Átaki um landgræðslu-
skóga kr. 500 þúsund árið 1991,
auk þess sem það bauð hópi ís-
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
65