Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 68
lendinga til viku dvalar í Svíþjóð
til að kynna sér starfsemi þess.
Það var samkomulag gestgjafa
og Framkvæmdanefndar Land-
græðsluskóga að þema ferðar-
innar væri: „Frá fræi til afurðar".
Tvær ástæður lágu að þaki þvf
vali: Iggesund Paperþoard er
dæmigert fyrirtæki, sem að lang-
mestu leyti byggir á hráefni eigin
skóga til framleiðslu á pappír og
timburvörum. f annan stað hlýtur
það að vera forvitnilegt fyrir gesti
frá nær skóglausu landi að kynn-
ast hve mikils virði skógurinn er
þjóð, sem að stórum hluta byggir
afkomu sfna á auðlind hans.
Ferð þessi stóð yfir frá 17. maí
til 22. maí 1992 og tóku þátt í
henni: Guðmundur Þorsteinsson
formaður Skógræktarfélags Borg-
arfjarðar, Sigurður Ágústsson
formaður Skógræktarfélags
Stykkishólms, Guðjón iensson
meðstjórnandi f Skógræktarfélagi
Mosfellsbæjar, ÞuríðurYngva-
dóttir, líffræðingur á Mógilsá og
sá sem þetta festi á blað.
Trjáiðnaðarbærinn iggesund er
úti við strönd Eystrasalts, rösk-
um 300 km norðan Stokkhólms,
og tilheyrir Helsingjalandi f
Gavlebergsléni. Landslag þarna
næst ströndinni er dæmigert fyrir
strandlengju Norður-Svfþjóðar
allt norðurtil Umeá. Skiptast á
stórgrýttar skógivaxnar jökulurð-
ir, mýrar og urmull minni og
stærri stöðuvatna. Þau skógar-
svæði, sem við skoðuðum, eru
rösklega 1-2 breiddargráðum
Frá gróðrarstöðinni í Friggesund. Séð
yfir sáningar í einu af gróðurhúsunum.
Sigurður Ágústsson mundar mynda-
vélina. Hann stendur við breiðu af
skógarfuruplöntum í fjölpottum, sem
standa á upphækkuðum römmum.
Sé hætta á næturfrosti í gróðrarstöð,
er akríldúkur breiddur yfir plöntu-
stæðurnar. Til að koma í veg fyrir að
hann fjúki, er strengt yfir hann
grófriðað nælonnet.
66
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993