Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 70
óhreyfður, en er myldinn og laus
í sér, eða þar sem hann hefur
verið unninn fyrirgróðursetningu.
Náttúruvernd
Eins og vænta má hefur hin
mikla vélvæðing Tsænskri skóg-
rækt ekki eingöngu verið af hinu
góða. Henni hafa fylgt ýmis
vandamál af félagslegum og
náttúrufræðilegum toga. Þannig
hefur störfum við skógrækt snar-
fækkað að undanförnu og nátt-
úruverndarsamtök hafa réttilega
bent á ýmis atriði er varða varð-
veislu flóru og fánu og betur
mættu fara. Komið hefur verið til
móts við kröfur náttúruverndar-
fólks á ýmsan hátt, þótt auðsætt
sé að þeim verði ekki að fullu
mætt, sakir þess að erfitt er að
komast hjá einhverjum skakka-
föllum, þegar um er að ræða svo
fjölbreytt vistkerfi sem skógurinn
er. Nefndar skulu hér nokkrar að-
gerðir skógræktaryfirvöldum til
málsbóta:
Þegar skógur er felldur á stærri
svæðum eru skilin eftirgömul
lasburða eða dauð tré, sem veita
ýmsum smærri skógardýrum
skjól og eru varpstöðvar fugla-
tegunda.
Sérstæð mýrlendi eru ekki
framræst til skógræktar og fjöl-
breyttum trjá- og runnagróðri við
ár og vötn og við skógarjaðra er
þyrmt. Sögulegar minjar í skóg-
lendum eru varðveittar. Bannað
er að nota þau illgresiseyðingar-
Plöntur komnar á gróðursetningarstað,
en þangað voru þær fluttar á sérút-
búnum vagni dregnum af dráttarvél.
Land unnið fyrir gróðursetningu með
skálaherfi (skógarherfil, sem dregið er
af öflugri dráttarvél.
Til hægri á myndinni sjást rásirnar
eftir skálaherfið. Við herfinguna
blandast saman gróðurmold og efstu
lög „mineraljarðvegsins", en með því
skapast góð jarðvegsskilyrði fyrir
skógarplönturnar.
68
SKÓGRÆ KTARRITIÐ 1993