Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 71
efni, sem hætta er á að safnist
fyrir í jarðvegi og valdi mengun
hans. Þá hafa sérstæð skógar-
svæði verið friðlýst.
Við komum á eitt slíkt, þar sem
iggesund-fyrirtækið hefur friðlýst
gamlan furuskóg við Stensjö árið
1990. Friðiandið er um 1.000 ha
að stærð og er fyrst og fremst
sérstætt fyrir þá sök hve skógur-
inn er aldraður. í honum getur að
lfta elstu skógarfuru í Svíþjóð,
sem er 671 árs gömul, en ekki
mikilfengleg að sama skapi, enda
hafa skógareldar, svo vitað er,
farið í þrígang um skóglendið.
Margur skyldi ætla, að stór-
virkri vélvæðingu í sænskri skóg-
rækt fylgdi rányrkja á skógarauð-
lindinni, en þessu er þveröfugt
farið. Viðarmagn sænskra skóga
hefur aukist úr 2.500 millj. m3 í
3.000 millj. m3, eða 20% á tveim
sfðustu áratugum. Þá hefur ár-
legur viðarvöxtur farið ört vax-
andi síðustu 15 ár. Þessa góðu
stöðu má m.a. þakka ræktun ný-
marka með heppilegu tegunda-
og kvæmavali, ásamt aukinni
þekkingu og tækniþróun innan
þess geira skógræktarinnar, sem
lýtur að hirðingu og endurnýjun
skógar.
Trjávöruiðnaðurinn
Þá er komið að þeim hluta ferð-
arinnar, sem fór í að kynnast trjá-
vöruiðnaði fyrirtækisins. Til fróð-
leiks skal þess getið að sænski
Gróðursetning með plönturöri.
Vandað er til sets fyrir plönturnar, t.d.
hlémegin við trjástubba og steina.
Skógur felldur með stórvirkri skógar-
höggsvél. Auk þess að fella trén,
hreinsar hún af þeim greinar, bútar
trjábolina í hæfilegar lengdir og raðar
þeim í stæður.
Þriggja ára gömul gróðursetning af
stafafuru. Við skógarhöggið hafa verið
skilin eftir lasburða og dauð tré, sem
veita ýmsum skógardýrum skjói, en
fyrst og fremst eru þau varpstöðvar
fugla, s.s. spætna.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
69