Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 73
fellur frá verksmiðjunni og sög-
unarmyllunni notaðurtil
brennslu. Þetta þrennt nær því
næstum að framleiða alla þá
hita- og gufuorku, sem verk-
smiðjan þarfnast og leiðir þetta
að sjálfsögðu til hagkvæmari
reksturs. Lúturinn, sem eftirfyrr-
greinda meðhöndlun er nú orð-
inn tiltölulega óskaðlegur, er
settur í hreinsunarker, þar sem
hann er hreinsaður enn frekar,
áður en honum er hleypt til
sjávar.
Sögunarmyllan
I Iggesund er önnur af tveim
sögunarmyllum fyrirtækisins og
skoðuðum við hana eftir að gljá-
pappaverksmiðjan var heimsótt.
Myllan vinnur úr 200 þús. m3 við-
ar árlega og kemur viðurinn að
mestu leyti úr eigin skógum.
Nettósöluverðmæti timburs frá
báðum myllunum nam um 822
millj. sænskra króna á sfðasta
ári. Eru afurðirnar aðallega seld-
artil Mið-Evrópulanda.
Tæknibúnaður myllunnar er
allur mjög fullkominn, eins og í
gljápappaverksmiðjunni, og
tölvustýrð vinnslukerfi notuð þar
sem hægt er að koma þeim við.
Þetta á bæði við um flokkun og
sögun timbursins, allt frá því að
stokkarnir fara inn í mylluna þar
til út úr henni koma bjálkar og
borð. Við mylluna hefur verið
reist fullkomið þurrkhús, þar sem
viðurinn er þurrkaður þar til
Faerst hefur í vöxt að endurnýja skóg-
inn með sjálfsáningu. Eru þá skilin
eftir, þegar skógur er felldur, hæfilega
mörg úrvals frætré á ha.
Hér getur að líta elstu skógarfuru í
Svíþjóð, sem er 671 árs gömul. Greini-
lega mátti sjá að um hana hafa leikið
skógareldar.
Fyrir miðri mynd sést gljápappaverk-
smiðjan í Iggesund og lengst til vinstri
á myndinni má greina sögunarmyll-
una.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
71