Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 74
hann er hæfur til hverskonar tré-
smfða, en þá er rakainnihald
hans um 12-14%.
Auðsætt er, að arðsemi stór-
fyrirtækja á borð við Iggesund
Paperboard A.B. stendur og fellur
með vökulli sölumennsku. Er sá
þáttur rekstursins annaðhvort í
höndum sjálfs fyrirtækisins eða
falinn sérstökum sölufyrirtækj-
um. Sölukerfið er þvf mjög öflugt
og vfðtækt, og spannar að heita
má alla heimshluta, þótt áhersla
sé lögð á markaðinn í þeim lönd-
um sem nálægust eru.
iðnaður í iggesund stendur á
gömlum grunni. f lok 16. aldar
hófst þar járnvinnsla og reist var
járnsmiðja. lárnvinnslan var rekin
þar óslitið til ársins 1953. Nú
hýsa byggingar hennar minja-
safn, þar sem fjallað er um mjög
merkilegan þátt í iðnaðarsögu
Svfa. Kemur nýting skógar þar
mikið við sögu, því ókjör af viðar-
kolum þurfti til málmbræðslunn-
arog járnsmíðanna. Gafst okkur
tækifæri til að skoða safnið síð-
asta daginn, sem við dvöldum í
Iggesund.
Lokaorð
Við, sem áttum þess kost að taka
þátt í þessari ferð vorum sam-
mála um að hún hefði tekist með
þeim ágætum að vart yrði á betra
kosið. Á þetta bæði við um þá
vitneskju og fræðslu, sem okkur
varveitt um mikilvægi skógarins í
sænskum þjóðarbúskap og þær
móttökur, sem við fengum, enda
var allur aðbúnaður og leiðsögn
frábær.
Myndir: Snorri Sigurðsson og
Sigurður Ágústsson.
EFTIRTALDIR AÐILAR STYRKJA
SKOGRÆKTARFELAG ÍSLANDS
Búnaðarfélag íslands
Esso/Olíufélagið hf.
Ferðaskrifstofa íslands
Garðyrkjufélag íslands
Hitaveita Suðurnesja
Húsgagnahöllin
Landsvirkjun
Liturinn
Penninn
Rannsóknarráð ríkisins
Samvinnuferðir - Landsýn
Skinney hf.
72
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993