Skógræktarritið - 15.12.1993, Síða 77

Skógræktarritið - 15.12.1993, Síða 77
Fágætar trjátegundir á íslandi SIGURÐUR BLÖNDAL Sveigfura (Pinus flexuis James) Ræktun á íslandi Fáir þekkja þessa trjátegund á fs- landi. Hér skulu sögð á henni deili og sagt frá reynslu af ræktun hennar hérlendis. Sú reynsla ætti að hvetja til þess að rækta hana vfðar en gert hefir verið. Sveigfura var fyrst flutt til landsins árið 1937. Þærplöntur voru fengnar úr gróðrarstöðinni á Álastarhaugi á Hálogalandi f Noregi." Nokkrar fleiri trjáteg- undir voru fluttar hingað þetta ár úr þeirri gróðrarstöð og eru nú meðal höfuðprýði Markarinnar á Hallormsstað. Af sveigfurunni voru gróður- settar 1.000 plöntur þetta ár, skammt sunnan við Mörkina, ásamt nokkrum öðrum trjáteg- undum. Nú er vaxinn þar upp all- vænn skógarteigur af sveigfuru. Þarna eru jarðvegsskilyrði góð, en samt voru plönturnar lengi að taka við sér, svo að eftir 15 ár bjuggust menn vart við, að þær kæmust nokkurn tfma á legg. En úr því brá svo við, að þær tóku að silast af stað og síðustu 30 árin hafa þær dafnað afbragðsvel og áfallalaust. Hæsta tréð er nú 10,80 m hátt, en meðalhæð er 7,5-8,0 m. Sveigfuran á Hallormsstað fór að blómgast að ráði um 1980 og ber nú fræ árlega og í auknum mæli. Svarthvfta myndin, sem hér fylgir með, er tekin í teignum á Hallormsstað í apríl 1990, en önnur litmyndin er af trjám í garði á Hallormsstað, tekin haustið 1991. Þau tré voru stung- in upp með hnaus og flutt í garð- inn líklega um eða upp úr 1965, þá liðlega 1 m á hæð. Lengi vel vissi ég ekki af sveig- furu frá þessum tíma annars staðar á landinu. En einhvern tíma á síðastliðnum áratug rakst ég á hana á tveimur öðrum stöð- um: f Gunnlaugsskógi f Gunnars- holti og við skólasel Gagnfræða- skólans á ísafirði f Tungudal. Mér þykir Ifklegt að þau tré séu úr sömu sendingu og trén á Hall- ormsstað. Sveigfurutrén í Gunnarsholti vaxa í ungum birkiskógi og eru miklu síðri en trén á Hallorms- stað. ísafjarðartrén eru sýnu lök- ust og þarf engan að undra það, þegar hann les hér á eftir um heimkynnin. Meðfylgjandi mynd af þeim tók ég 24. september 1988. Eftir því sem lesa má f gróðrar- stöðvarskýrslum var sveigfuru fyrst sáð hérlendis á Tumastöð- um árið 1959. Úrþeirri sáningu voru 200 plöntur afhentar árið 1966. SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.