Skógræktarritið - 15.12.1993, Síða 83
2. Skógarfura í Haukadal, dauð eftir
furulús. Mynd: A.S.
þessara tegunda er alltaf greni,
en millihýslar eru ýmis barrtré
(Richards and Davies 1977, bls.
723). Þær valda misvexti á aðal-
hýslinum þannig að marghólfa
æxli myndast, sem síðarverður
bústaður ungviðisins. Ungviði
lúsa og annarra skordýra sem
þroskast með ófullkominni
myndbreytingu kallast gyðlur
(danska: nympher). Þessi æxli
nefnast á dönsku galler. Mætti
þýða það sem „gyðlubú", sbr.
geitungabú. Gyðlursem alast
upp í þessum bústöðum fljúga
yfir á aðrar trjátegundir, þegar
þær eru fullvaxnar og kallast sú
tegund, sem þærvelja sér, milli-
hýsill. Frá millihýsli liggur leiðin
sfðan á ný á aðalhýsil. Kynjuð
æxlun á sér stað á aðalhýsli.
Þetta kallast fullkominn lffsferill.
Fjölgun á millihýsli fer fram með
kynlausri æxlun og þar hjúpa
dýrin um sig hvítu, ullkenndu
vaxefni og kallast því woolly ap-
hids á ensku. Til er að tegundir
fari aldrei yfir á aðalhýsil og fjölgi
sér alltaf kynlaust. Kallast það
ófullkominn lífsferill. Aðalhýsill
furulúsar var talinn vera kákasus-
greni (Picea orientalis (L.) Link)
(Boas 1923). Þetta hefur þó verið
dregið í efa. Að vísu á furulús
það til að fara yfir á greni, oftast
nær rauðgreni, en þó stundum
kákasusgreni, og verpir þar eggj-
um. Úr þessum eggjum skrfða
kvendýr, sem verpa aftur á greni,
en þau egg drepast undantekn-
ingarlaust (Steffan 1972). Karldýr
eru óþekkt. Þetta landnám
furulúsar á greni hefur því engan
raunverulegan tilgang, en er
væntanlega leifar fullkomins lffs-
ferils. Á kákasusgreni finnst aftur
á móti tegundin Pineus orientalis,
sem hefur fullkominn lffsferil og
fer yfir á furu. Sé einstaklingum
þessara tveggja tegunda safnað á
furu eru þeir ógreinanlegir hvor
frá öðrum (Carter 1971).
Hér á landi hefur furulús ein-
göngu fundist á millihýslinum,
sem eru ýmsar tegundir tveggja
nála fura og sama gildir um mörg
önnur lönd (Beier 1979; Boas
1923; Eidmann 1976). Hún þrífst
ekki á fimm nála furum. Á milli-
hýslinum myndar lúsin hvíta
hnoðra úrvaxefni, sem áður
3. Skógarfurulundur í Kjarnaskógi,
Eyjafirði. Mynd: A.S.
SKÓGRÆ KTARRITIÐ 1993
81