Skógræktarritið - 15.12.1993, Side 85
furulúsar í Kenýa hrynur jafnan
um regntímann (Mailu m.fl.
1980).
I handbók bresku skógræktar-
innar er furulús flokkuð sem
Jmportant. Causing significiant
loss of increment or value" (Bev-
an 1987). Á Norðurlöndum telst
furulús ekki til verstu skaðvalda,
en dæmi eru um veruleg skakka-
föll af hennar völdum, t.d. frá
Vestur-Noregi (Bakke 1961), Dan-
mörku (Boas 1923) og Svíþjóð
(Eidmann 1976). Þó eru dæmi
um að hún hafi stráfellt furu af
norsku innlandskvæmi (Málselv-
dal), sem reynt var að rækta við
ströndina íTromsfylki (Haukur
Ragnarsson 1990).
Langmestu tjóni hefur hún
valdið þar sem hún er nýinnflutt,
eins og t.d. á íslandi og í Austur-
Afríku. Á báðum þessum svæð-
um hefur hún valdið stórfelldu
tjóni. Hér á skógarfuru, en þar
ýmsum tegundum tveggja nála
fura, t.d. mexíkóskri grátfuru (P.
patula Schl. & Cham.) og geisla-
furu (P. radiata D. Don), sem þáð-
ar hafa verið ræktaðar í stórum
stíl. Rannsóknir f Tanzaníu á
vexti ungra grátfuruplantna hafa
sýnt að furulúsin veldur verulegu
vaxtartapi á þeirri tegund (20,9%
5. Sjálfsáin skógarfura í sunnanverðum
Vaðlareit, Eyjafirði. Mynd: A.S.
tapi á yfirvexti og 27,9% tapi á
vexti róta; hvorttveggja mælt
sem þurrvigt) (Madoffeog Aust-
ará 1990). Sama rannsókn leiddi f
ljós að furulús magnaðist mest
upp á lökustu vaxtarstöðunum.
Rannsóknir f Kenýa hafa sýnt
greinilegt neikvætt samband á
milli lengdar á nálum grátfuru og
stofnþéttleika furulúsar á við-
komandi trjám (Mailu m.fl. 1978;
Mailu m.fi. 1982).
Varnir: Gegn furulús hafa verið
reyndar ýmsar tegundir skordýra-
eiturs, en slfkar aðgerðir eru í
fyrsta iagi aldrei varanlegar og f
öðru lagi of dýrar til að þær geti
borgað sig. Menn hafa því leitað
annarra leiða.
Furulús fannst fyrst á Hawaii
1970. Árið 1976voru púpurtvf-
vængjutegundarinnar Leucopis
obscura Haliday (Diptera: Chama-
myiidae) sendartil Hawaii frá
Frakklandi. Tegundir af þessari
ættkvísl eru taldar vera mikilvæg-
ustu rándýrin á Adelgidae í Evr-
ópu. Rannsóknir á þvf svæði þar
sem rándýrunum var sleppt
(Culliney m.fl. 1988) sýna að það
er sterk fylgni milli stofnþéttleika
furulúsar og rándýrsins L. obscura.
Telja höfundar að á þessu svæði
haldi L. obscura stofni furulúsar
það vel í skefjum að lúsin valdi
ekki efnahagslegu tjóni.
f Kenýa hafa fundist átta teg-
undir rándýra, sem leggjast á
furulús. Mikilvægast þeirra telja
höfundar vera maríuhænuna
Exochomus flavipes Thunberg. Þrátt
fyrir þetta virtust innlend rándýr
hafa lítil áhrif á stofnþéttleika og
stofnþróun lúsarinnar (átu um
12% stofnsins). Á þessum slóð-
um drepast lýsnar fyrst og fremst
vegna þess að regn skolar þeim
af trjánum og er dánartíðni hæst
hjá eggjum og ungviði. Hrynur
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
83