Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 93
hann segir eftirfarandi um mynd-
irnar:
„Um þetta tré hefur verið ort og
skrifað og meðal annarra Jóhann-
es Jónasson frá Skjögrastöðum,
sem var vel þekkt alþýðuskáld á
Héraði.
Við eikina á Skógarbala
Maður hrind þú foki úr flögum,
frekir vindar sem að mynda.
Græna linda græddu í högum,
gott er yndi þér að binda
rósabandi rjóðrin auðu,
reyndu að vanda skógarsmíði,
og í landi limasnauðu
láttu standa mig til prýði.
Þetta kveður hann f orðastað
„eikarinnar" en svo nefndu Fljóts-
dælingar gjarnan þessi stóru
birkitré.
Jóhannes var fæddur 21. sept.
1862 á Höfðabrekku í Mýrdal,
skyldur Jakobi J. Smára skáldi.
Flutti austur á Hérað með móður
sinni ungur að árum. Bjó á
Skjögrastöðum (Buðlungavöll-
um) í Skógum 1912-1921 og var
síðan oftast kenndur við þann
bæ. Hann lést 15. okt. 1928.
Jóhann var vel hagmæltur. Að-
eins fáeinar vísur og kvæði eftir
hann hafa komist á prent, en
dálítið er til í handriti.
„Eikin á Skógarbala", og öll 5
trén sem þarna standa, eru gjarn-
an nefnd „Eikurnar á Skógarbala"
en Gunnar Gunnarsson skáld
segir í Árbók Ferðafélagsins
1944, að þær séu nefndar „Ein-
stæðingarnir". Virðast einstæð-
ingarnir nú orðnir mjög hrörlegir.
Trén eru ekki mjög há en sumir
stofnarnir eru meira en feðming-
ur að ummáli. Ekki veit ég aldur
þeirra en giska á að þau séu orð-
in 100-150 ára gömul. Maðurinn
hjá „tré ársins" er Finnur Torfi
Námshópur frá Garðyrkjuskóla ríkisins
við Einstæðinga í Vallholti, Fljótsdal,
I8.8.'91. Mynd: H.Hg.
Hjörleifsson lögfræðingur, bú-
settur f Hafnarfirði, náttúruunn-
andi mikill og skáld, hefur gefið
út ljóðabók ágæta. Hundurinn
heitir „Kolfinna", enda svört á
brún og brá."
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
91