Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 95
SIGVALDI ÁSGEIRSSON
Ræktun skjólbelta
Inngangur
Saga skjólbeltaræktunar á fslandi
er styttri en f nágrannalöndum
okkar. Hafin var ræktun einstakra
stuttra belta á fjórða og fimmta
áratugnum, t.d. að Kristnesi í
Eyjafirði og f gróðrarstöðvum.
f ársbyrjun 1956 hélt Einar G.E.
Sæmundsen utan til nokkurra
mánaða dvalar og kynnti sér
skjólbeltarækt í Danmörku,
Noregi og Skotlandi.
í fjárlögum fyrir árið 1957 var í
fyrsta sinn tekinn upp sérstakur
liður til skjólbeltatilrauna. Vorið
1957 var hafist handa um ræktun
skjólbelta í tilraunaskyni á tveim-
ur stöðum í Borgarfirði. Það var
á Hvftárbakka og Hvanneyri.
Næstu tvö árin bættust við skjól-
belti á eftirtöldum stöðum: Þóru-
stöðum í Ölfusi, Reykhólum í
Barðastrandarsýslu, að Korn-
völlum í Hvolhreppi, í Fossvogi
og Gunnarsholti. Ræktunin
mistókst að Reykhólum og
Kornvöllum.1 Á 7. áratugnum
bættust við belti á nokkrum
stöðum. Ekki kom verulegur
kippur f skjólbeltaræktina, fyrr
en styrkveiting til hennar komst
undir jarðræktarlögin. Var mikið
gróðursett af skjólbeltum á 4-5
árum í lok nfunda áratugarins.
Nú er hins vegar hlé á fjárveit-
ingum og lítið framkvæmt.
Ég mun hér á eftir ræða fyrst um
það, hvernig uppbygging og
lögun skjólbeltisins hefur áhrif á
skjólið, sem það veitir. Síðan
mun ég fjalla um tegundaval,
Skjólbelti í Neskaupstað. Tveggja ára
berrótarplöntur gróðursettar í vel
unnið land ásamt búfjáráburði.
Mynd: Bogi Franzson.
undirbúning gróðursetningar og
umhirðu. Að lokum fjalla ég
lítillega um stöðu skjólbelta-
ræktar í landinu og möguleika.
En, áður en lengra er haldið, er
rétt að reyna að svara spurning-
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
93