Skógræktarritið - 15.12.1993, Side 97

Skógræktarritið - 15.12.1993, Side 97
Tveggja ára víðibelti, „Gústa", í Neskaupstað. Mynd: Bogi Franzson. mjóar ræmur. Þá væri hægt að setja eina víðiröð við sérhvern skurð, en enga ösp. Sama gildir um svæði, er liggja nærri sjó, en þar verður öspin að jafnaði ekki mjög hávaxin og misjafnlega kræklótt. Á slíkum svæðum myndi trúlega borga sig betur að hafa styttra á milli beltanna og færri raðir f hverju belti, annað- hvort aðeins eina vfðiröð - eða eina víðiröð og eina asparröð. í sumum tilvikum getur verið nauðsynlegt að hafa víðiröð báð- um megin við asparröðina. Þetta gildir t.d. við sjávarsíðuna á Suð- urlandi, þar sem bæði hafáttin og NA-áttin eru slæmar vindáttir. Sé nauðsynlegt að afgirða hvert einstakt belti, vegna sauð- fjárbeitar, verður kostnaðurinn við skjólbeltaræktina alltof mik- ill. í slíkum tilvikum væri trúlega heppilegra að öðru jöfnu að hafa færri - en veglegri belti. Reyndar má segja, að forsendur fyrir stór- felldri skjólbeltarækt séu tæp- lega fyrir hendi, þar sem enn er stunduð lausaganga sauðfjár, vegna mikils girðingakostnaðar. Æskilegt er, að víðiröð sé gróð- ursett 2-3 árum áður en afgangur skjólbeltisins er gróðursettur. Er þá hugmyndin, að vfðirinn skýli tegundum, sem síðareru gróður- settar, meðan þær eru að komast yfir erfiðasta hjallann í uppvext- inum. Undirbúningur skjólbeltaræktar Undirbúningur sjálfrar ræktunar- innar þarf að vera mjög góður, að öðrum kosti verður árangurinn lélegur-eða enginn, nema með miklum tilkostnaði við umhirðu. Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið í skjólbeltarækt á fslandi, miðast við að finna hentuga víði- klóna. Hins vegar hefur ekki verið gerður samanburður á mismun- andi undirbúningi gróðursetn- ingar. Það sem hér verður sagt um undirbúning byggist því ým- ist á reynslu annarra þjóða, eða á reynslu úr skjólbeltarækt og annarri ræktun hérlendis. Það virðist ijóst, að æskilegt sé að plægja landið, en ófullnægj- andi að tæta eingöngu, sama hve oft er tætt, enda virðist jarðveg- urinn, sem víðast er verið að gróðursetja í, verða mjög klesst- ur, og þar af leiðandi súrefnis- snauður, ef aðeins er tætt. Undirbúningurinn þarf annars að miðast nokkuð við það, hvort fyrirhugað er að leggja plastdúk og stinga stiklingum eða hvort fyrirhugað er að forrækta plöntur, sem síðan yrðu gróðursettar án undanfarandi dúklagningar. I. Notaður er plastdúkur: Eftún, eða annað grasgefið land, er tek- ið til skjólbeltaræktunar, verður að teljast æskilegt að hefja und- irbúning með árs fyrirvara. Er þá byrjað á að þekja svæðið með búfjáráburði. Áburðurinn er svo plægður niður á miðju sumri og stykkið tætt einu sinni um haust- ið. Um vorið er stykkið tætt aftur og plastdúkur lagður. Þetta er best að gera með dráttarvél. Ganga þarf á jaðrana, eftir að vélin hefur lokið sér af og sjá til þess, að jaðar dúksins komi hvergi upp á yfirborðið, þar sem þvf fylgir hætta á að vindurinn komist undir hann og svipti hon- um af. Dúkinn þarf líka að fergja, annars er hætta á að hann bylgist til og jafnvel fjúki upp f hvassviðri. í sumar var f fyrsta skipti notuð endurbætt útgáfa af plastlagningarvél, sem vinnur verk sitt svo vel, að nægjanlegt er að grafa niður báða enda plast- dúksins. Þessi endurbætta útgáfa er verk Finnboga Magnússonar á Lágafelli í A.-Landeyjum og stað- sett þár á bæ. Moldin þarf helst að vera rök, þegar dúkurinn er strengdur á beðið. Ekki er síðra að leggja piast- dúkinn að haustinu. Verður þá að vera tryggt, að skepnur komist ekki inn á svæðið, eftir að dúkur- inn er lagður. Sé þetta gert, er hægt að stinga stiklingunum miklu fyrr en ella að vorinu, þ.e. um leið og holklakinn er farinn. M.a. er hægt að stinga, áður en klakinn er alveg farinn, svo fram- arlega sem hægt er að koma stiklingunum nógu langt niður. Þetta hefur þann kost, að hægt er SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.