Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 98
Alaskaösp getur myndað 12-13 m há
skjólbelti á íslandi. Myndirnar eru
teknará Kirkjubæjarklaustri.
Myndir: Brynjólfur lónsson.
að stinga stiklingunum um leið
og þeir eru klipptir af móður-
trjánum, án nokkurs geymslu-
tfma.
Athugið að jörðin þarf að vera
myldin og lftt köggluð, ef vel á að
ganga að leggja dúkinn. Því þarf
oftast að tvítæta fyrir dúklagn-
ingu.
2. Plöntur eru gróðursettar án
plastdúks: Sé þessi leið farin, er
rétt að fullvinna landið að sumri
og hausti, ári áður en ætlunin er
að gróðursetja. Þetta mætti gera
á sama hátt og þegar notaður er
plastdúkur, þó þannig að tvítætt
sé um haustið.
Næsta vor er nauðsynlegt að
bíða þess, að illgresisfræ í yfir-
borðinu spíri, þ.e. að flagið
grænki, en úða þá með Roundup
(t.d. f sfðari hluta júnímáneíðar).
Má svo gróðursetja að nokkrum
dögum liðnum.
Ekki er ráðlegt að tæta fyrir
gróðursetninguna. Tæting myndi
eyðileggja áhrif úðunarinnar og
einnig væri plöntunum þá meiri
hætta búin f þurrkatíð eftir gróð-
ursetningu.
Hugsanlega mætti undirbúa
ræktunina, án þess að úða með
graseyðingarlyfi, með því að
rækta í stykkinu fóðurkál eða
hafra í eitt sumar eða tvö, áður
en skjólbeltaplönturnar eru gróð-
ursettar.
Umhirða
Skjólbelti þarfnast mikillar um-
hirðu fyrstu árin. Illgresi verður
að halda niðri, þar til trén hafa
náð a.m.k. mannhæð. Kemur þá
bæði til greina að úða með ill-
gresiseyðingarlyfjum sem og tæt-
ing með traktorstætara, sem er á-
gætur kostur, sé haft 3 m bil milli
raða. Á þriðja vori á að vera
óhætt að úða með jarðvegslyfi
eins og Simazin, sem hindrar að
fræ spíri.
Hafa verður í huga, að mörg ill-
gresislyf drepa trjáplönturnar, ef
úðinn lendirá blöðum þeirra.
Einkum er Roundup viðsjárvert í
þessu tilliti. Hægt er að fá keypta
sérstaka skerma, sem festir eru á
úðasprotann og hindra, að úðinn
lendi á plöntunni. Sé notuð sú
aðferð að stinga stiklingum í
gegnum plastdúk, verður illgres-
iseyðingin ekki vandamál, nema
dúkurinn fjúki af.
Æskilegt er að klippa plönturn-
ar fyrstu árin. Aspirnar eru klippt-
ar alveg niðri við jörð, eftir fyrsta
96
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993