Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 99

Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 99
árið, og síðan gerðar einstofna árið eftir. Víðinn þarf að klippa árlega tvö til þrjú fyrstu árin, svo að hann verði vel greindur. Er þá klipptur um það bil helmingur árssprotans hverju sinni. Á Jótlandi er talið æskilegt, að klippa útjaðra beltanna á 4-5 ára fresti til að beina krónuvextinum upp á við. Þetta fyrirbyggir líka að skugginn af slútandi greinum geri neðri hluta beltisins of gis- inn.2 Staða skjólbeltaræktar í dag Samkvæmt jarðræktarlögum eiga bændur rétt á styrkjum til skjól- beltaræktar. Á þeim niðurskurð- artfmum, sem við upplifum nú, hefur fjármagn til framkvæmda skv. jarðræktarlögum verið skorið gffurlega niður. Nú er svo komið, að lagaákvæði um ríkisstyrk til skjólbeltaræktar er óvirkt. Samt ertrúlega mikill meirihluti þjóð- arinnar hlynntur því, að stuðlað sé að skjólbeltarækt með ríkis- styrkjum. Skjólbeltastyrkirnir hafa hins vegar lent í sama pakka - og þess vegna á sama skurðar- borði - og t.d. styrkir til haug- húsa. Niðurstaðan er því sú, að þegar Alþingi ætlaði sér að skera niður framlög til nýræktar túna eða framræslu mýrlendis, lenti hnífurinn í leiðinni á einu af óskabörnum þjóðarinnar - skjól- beltaræktinni, sem eins og önnur trjá- og skógrækt nýtur mikillar lýðhylli nú um stundir. Af einstökum landshlutum var langmest sett af skjólbeltum á Suðurlandi, þau fjögur ár sem ríkið styrkti framkvæmdir. Skv. tölum frá Búnaðarfélagi fslands3 gróðursettu Sunnlendingar rúm- lega 24 km af skjólbeltum árið 1988. Það var aukning um tæpa 7 km frá 1987. Af þessu má sjá, að mikill framfarahugur var kom- inn í bændur. Var jafnvel talað um, að með samstilltu átaki í skjólbeltarækt væri verið að stíga slíkt framfaraspor í landbúnaði, að annað eins hefði ekki gerst, sfðan þúfnabaninn kom til sög- unnar. Öll ræktun verður árangursrfk- ari f skýldu landi en á berangri og þá jafnframt ódýrari. Sömuleiðis verða snjóalög jafnari (og snjó- ruðningur þar með ódýrari), hús- hitunarkostnaður lækkar og fólki og fénaði líður betur í skýldu landi en á berangri. Ræktun skjólbelta er hins veg- ar fjárfesting til langs tíma og nýtist mörgum kynslóðum. Því er ekki óeðlilegt, að skjólbeltarækt sé talin hagur alls samfélagsins og njóti styrkja frá ríkisvaldinu. Eigi ríkið að styrkja skjólbelta- rækt, verður að tryggja að styrk- irnir nýtist sem best. Því þarf að setja ákveðnar reglur um ræktun- ina sem og um hirðu og aðra meðferð beltanna. Lfklega gæti náðst pólitísk samstaða um, að styrkir til skjólbeltaræktar á veg- um bænda yrðu teknir upp aftur, ef forsendum styrkveitinga yrði breytt lítillega. Eftirfarandi breyt- ingar gætu aukið fjárveitingar- vilja Alþingis til málefnisins: 1) Fjárveiting til skjólbelta- ræktar verði sérmerkt á fjárlögum hvers árs og fari ekki í neitt ann- að. 2) Styrkurinn verði ákveðin upphæð á lengdarmetra í hverri trjáröð og aðeins notaður einn gjaldflokkur til að einfalda málið (draga úr kostnaði við yfirbygg- ingu). 3) Styrkur verði ekki greiddur út, nema trjáröðin hafi náð 2 m hæð og að beltið sé tryggilega friðað fyrir búfjárbeit. Einnig verði ákvæði um, að röðin sé samfelld. 4) Viðkomandi bóndi skrifi undir skuldbindingu um, að hann muni aldrei brenna sinu í landi sínu. Verði misbrestur þar á og eldur hleypur í skjólbelti, sem hlotið hefur styrk, endurgreiði bóndinn þá styrki, sem veittir hafa verið til ræktunarinnar með vöxtum og verðbótum. 5) Upphæð styrksins verði ákveðið hlutfall af öllum kostn- aði við ræktunina (bæði kostnaði við stofnsetningu og umhirðu). Hins vegar verði girðingamálin SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.