Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 101
kr. 16,75 milljónir, en heildar-
kostnaður við ræktun þessara 500
km væri kr. 33,5 milljónir á ári.
Lokaorð
Bændur eiga flestir stórt land,
svo skiptirtugum eða hundruð-
um ha. Eigi að nást umtalsverður
árangur við að byggja upp skjól-
beltanet á stórum svæðum,
verða bændur að fá einhvern
styrk til þess, annars væri það
mörgum þeirra fjárhagslega of-
viða. Hins vegar eru ekki allir
bændur jafnhæfir ræktunarmenn.
Hinir hæfustu í þeirra hópi hafa
sýnt og sannað á undanförnum
árum, að þeir eru manna best til
þess fallnir að sjá um skjólbelta-
rækt. Aðrir bændur ná svo engan
veginn tökum á þessu.
Á Jótlandi hefur gífurlega mikið
verið ræktað af skjólbeltum fyrir
tilstyrk ríkisins. Þar hefur eitt fyr-
irtæki, „lóska Heiðafélagið," séð
um ræktun og viðhald skjólbelt-
anna með frábærum árangri.
Á Jótlandi er skjólbeltanetið
skipulagt af einum aðila. Hér á
landi þyrfti einnig að hafa þann
háttinn á, að einn aðili sæi um
skipulagningu og eftirlit með
skjólbeltagerð í hverju héraði.
Þetta gæti verið Skógrækt ríkis-
ins. Hins vegar gætu verktakar úr
röðum garðyrkjumanna eða
bænda sem best séð um fram-
kvæmdir. Bændurnir gætu mynd-
að skjólbeltafélög, annaðhvort
innan hvers búnaðarfélags eða
ræktunarsambands. Þessi skjól-
beltafélög kæmu fram fyrir hönd
bændanna, bæði til að semja við
Skógrækt ríkisins um lögun skjól-
beltanetsins í hverju héraði og til
að semja við verktaka um fram-
kvæmdir.
Áður en lagt er af stað í skjól-
beltarækt fyrir tugi milljóna
króna á ári, þarf að gera myndar-
legt átak f rannsóknum. Við
stöndum brátt vel að vígi hvað
varðar rannsóknir á tegundum og
kvæmum, sem nota má í skjól-
belti. Þó mætti enn bæta sig á
því sviði og prófa margar tegund-
ir saman í margraða belti að
hætti |óta.
Okkur vantar hins vegar aukna
þekkingu á því, hvaða aðferðir
henta best við ræktunina, eink-
um varðandi undirbúning og um-
hirðu. Einnig á því sviði geta nið-
urstöður úr tilraunum í margum-
töluðu iðnviðarverkefni nýst okk-
ur, þótt þar þurfi enn að bæta
um betur.
HEIMILDIR
1. HEDESELSKABET. Pasning og
pleje av læhegn - smárit 1986.
2. HEDESELSKABET. Kollektiv
læplantning-smárit 1986.
3. R. BALTAXE. Scottish Forestry,
Vol. 15 No. 1 1961.
4. ÓTTAR GEIRSSON, munnleg
heimild.
Jarðarber
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
99