Skógræktarritið - 15.12.1993, Síða 104
götutré, þekjuplöntur og land-
græðsluplöntur. Klóna- og fræ-
nefndir eru skipaðar fulltrúum
samtaka ríkisstofnana, opinberra
aðila og einkaaðila sem vinna að
rannsóknum, ráðgjöf, skipulagn-
ingu, ræktun og útplöntun garð-
plantna. í hverri nefnd eru u.þ.b.
20 manns, þar sem að minnsta
kosti helmingur kemur úr at-
vinnulífinu.
Þegar klóna- eða frænefnd hef-
ur ákveðið hvaða tegund eða yrki
skuli athugað hefst söfnun ein-
stakra klóna á dönskum garð-
plöntustöðvum, en einnig er leit-
að að klónum eða fræi erlendis
sem talið er að henti við danskar
aðstæður (sjá mynd). Mikilvægt
er að söfnunarplöntur hafi eftir-
sótta eiginleika og þær sýni góð-
an og heilbrigðan vöxt.
Söfnunarplönturnar eru rækt-
aðar við eins skilyrði, en síðan
hefst prófunartíminn með skrán-
ingu á einstökum eiginleikum
plantnanna. Plöntureru prófaðar
á einum til fjórurn mismunandi
stöðum f Danmörku, endurtekn-
ingar eru 3 - 5 og notaðir eru 8 -
12 einstaklingar af hverjum klóni
(Brander 1982). Prófunartfminn
er mismunandi, u.þ.b. lOárfyrir
runna og 15 - 25 ár fyrir tré. Á
prófunartímanum eru trén ekki
meðhöndluð á neinn hátt, trjá-
klippur eru ekki viðhafðar og ekki
er úðað eiturefnum gegn sjúk-
dómum eða meindýrum. Sérstök
6 til 10 manna dómnefnd er fyrir
hverja rannsókn, en hlutverk
hennar er að meta og skrá ein-
kenni prófunarplantna í samráði
við viðkomandi tilraunastöðvar.
Mikilvægustu skráningaratriðin
eru vetrarþoi og þol gegn sjúk-
dómum og eru þessi atriði skráð
árlega. Óregluleg skráning er á
öðrum einkennum svo sem
brumsprettu, lauffalli og blómg-
unartíma. Klóna- og frænefndir
ásamt dómnefndinni taka síðan
sameiginlega ákvörðun um það
hvaða klónar skuli halda áfram í
úrvalsvinnunni (sjá mynd). Að-
eins nokkrir klónar með bestu
eiginleikana eru valdir, aðrir
klónar falla úr tilrauninni og
þeim er eytt.
Næsta skref er að ganga úr
skugga um að hinir útvöldu klón-
ar séu lausir við sjúkdóma (sjá
mynd). Leitað er að þvf hvort
plönturnar hafi óæskilega
sveppa-, bakteríu- og veirusjúk-
dóma. Þá eru heilbrigðar plöntur
valdar í áframhaldandi rannsókn.
Plöntur eru veiruhreinsaðar og
hreinsaðar af öðrum sjúkdómum
með vefjarækt (örfjölgun). Að
lokum er sérstök leit gerð að á-
kveðnum sjúkdómum sem vitað
er að finnast á viðkomandi til-
raunategund eða klóni. Leit að
sjúkdómum er viðamikil og hafa
Danir lagt mikla áherslu á þenn-
an þátt gæðaframleiðslunnar.
Næst er komið að því að velja
besta og heilbrigðasta klóninn,
svokallaða kjarnaplöntu (sjá
mynd). Venjulega eru auk þess
valdir 1 til 2 klónar til viðbótar,
en það er gert til öryggis ef
kjarnaplantan drepst, en öðrum
102
SKÓGRÆ KTARRITIÐ 1993