Skógræktarritið - 15.12.1993, Qupperneq 119
ÁRNIBRAGASON
Ársskýrsla
Rannsóknastöðvar
Skógræktar ríkisins
1992
/
rið 1992 var annasamt og
ánægjulegt fyrir starfs-
menn Rannsóknastöðvar
Skógræktar ríkisins. Fjölmargir
gestir bæði innlendir og erlendir
sóttu okkur heim og ber þar hæst
heimsókn forseta íslands frú Vig-
dísar Finnbogadóttur og norsku
konungshjónanna Haralds og
Sonju þann 8. september.
Eftirtaldir starfsmenn voru á
Mógilsá um áramót 1992/93:
Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson,
skógerfðafræðingur, verksvið:
tegunda- og kvæmarannsóknir.
Dr. Árni Bragason, jurtaerfða-
fræðingur, verksvið: forstöðu-
maður.
Dr. Ása L. Aradóttir, vistfræð-
ingur, verksvið: landgræðslu-
skógrækt og birkirannsóknir.
Daði Björnsson, landfræði-
nemi, verksvið: bændaskógrækt,
kortagerð og tölvuvinnsla.
ingibjörg Ragnarsdóttir, full-
trúi, verksvið: almenn skrifstofu-
störf.
Dr. Guðmundur Halldórsson,
skordýrafræðingur, verksvið:
meindýrarannsóknir.
Haukur Ragnarsson, skógfræð-
ingur, hlutastarf á Mógilsá, verk-
svið: trjákynbætur.
járngerður Grétarsdóttir, líf-
fræðingur, verksvið: land-
græðsluskógarannsóknir.
Sigvaldi Ásgeirsson, skógfræð-
ingur, verksvið: ræktunartilraunir
og bændaskógrækt á Suður- og
Vesturlandi.
Valgerður Erla Guðjónsdóttir,
rannsóknamaður, verksvið: fræ-
rannsóknir og vinna við ýmsar
tilraunir.
Þórarinn Benedikz, skógfræð-
ingur, verksvið: fræumsjón og
tegunda- og kvæmarannsóknir.
Þórfríður Kristín Grímsdóttir,
matráðskona.
Þórður Jón Þórðarson, rann-
sóknamaður, verksvið: umsjón
með útisvæði og gróðurhúsum,
aðstoð við tilraunavinnu.
Dr. Þröstur Eysteinsson, trjá-
kynbótafræðingur, f 1/2 starfi,
hefur aðsetur á Húsavík, verk-
svið: trjákynbætur og land-
græðsluskógrækt.
Þuríður Yngvadóttir, náttúru-
fræðingur, verksvið: vefjaræktun
trjáplantna.
Tveir háskólanemar voru f
sumarvinnu að Mógilsá og unnu
sfðan í vetur verkefni á vegum
Rannsóknastöðvarinnar. Friðrik
Aspelund, skógfræðinemi í Finn-
landi, vinnur að samnorrænu
lerkiverkefni og Vignir Sigurðs-
son líffræðinemi vinnur að sam-
eindaerfðafræðirannsóknum á
alaskaösp. Auk Friðriks og Vignis
vann Karl Gunnarsson sem rann-
sóknamaður hálft árið og fimm
unglingar voru hjá okkur í tvo
mánuði kostaðir af Mosfellsbæ.
Starfsmönnum öllum eru færð-
ar bestu þakkir fyrir vel unnin
störf.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
117