Skógræktarritið - 15.12.1993, Qupperneq 128
Hulda Valtýsdóttir sagði frá
ráðstefnu á vegum Skógræktarfé-
lags fslands og Landverndar,
sem haldin verður í haust.
Sigvaldi Ásgeirsson svaraði fyr-
irspurnum.
Sædís Guðlaugsdóttir hvatti
menn til starfa í nefndum.
Samþykkt var að senda lóhanni
Þorvaldssyni á Siglufirði eftirfar-
andi skeyti frá fundinum:
Ágæti skógræktarmaður.
Aðalfundur Skógræktarfélags
íslands, haldinn á Akranesi 1992,
sendir þér kærar kveðjur og ein-
lægar þakkir fyrir þitt mikla og ó-
eigingjarna starf í þágu skógrækt-
ar á íslandi.
Fundarstjóri frestaði nú fundi,
hvatti menn tii þátttöku í nefnd-
um og sagði frá grillveislu í boði
Skógræktarfélags íslands f
Garðalundi um kvöldið kl. 19:30.
Fundi var fram haldið kl. 9:00,
laugardaginn 29. ágúst.
Fyrst var myndbandssýning og
fyrirlestur Sigurbjörns Einarsson-
ar jarðvegslíffræðings um svepp-
rót og sambýli hennar við trjá-
plöntur.
Dr. Þröstur Eysteinsson skóg-
fræðingur flutti fyrirlestur um
kynbætur og fræframleiðslu á
lerki.
Þessum fyrirlestrum var mjög
vel tekið og líflegar fyrirspurnir
og umræður um efnið að þeim
loknum.
Tillögur skógræktarnefndar
Aðalfundur Skógræktarfélags ís-
lands, haldinn á Akranesi 28.-30.
ágúst 1992, samþykkir að á
næsta starfsári verði unnið að
endurskoðun stefnumörkunar
fyrir félagið og skógræktarstarfið
f landinu.
í þeirri vinnu felst m.a. úr-
vinnsla tillögu um verkaskiptingu
Skógræktar rfkisins og skógrækt-
arfélaganna.
Aðalfundur Skógræktarfélags fs-
lands, haldinn á Akranesi 28.-30.
ágúst 1992, beinir því til Skóg-
ræktarfélags íslands og Skóg-
ræktar ríkisins að sjá til þess að
þær trjáplöntur, sem til úthlut-
unar verða ár hvert, verði tilbún-
ar til afhendingar í hverjum
landshluta, áður en skipulögð
gróðursetning hefst á viðkom-
andi félagssvæði.
Jafnframt verði hugað vel að
gæðum plantna, plöntustaðli og
bakkastærð.
Aðalfundur Skógræktarfélags ís-
lands, haldinn á Akranesi 28.-30.
ágúst 1992, lýsiránægju sinni
með þá fyrirætlun, að Land-
græðsluskógaátakið standi a.m.k.
til næstu aldamóta. Fundurinn
beinir þvf til skógræktarfélag-
anna, að þau séu vakandi fyrir
öllum möguleikum til öflunar fjár
og hvers konar fyrirgreiðslu til
þessa starfs.
Einkum er bent á, að flest
átakssvæðin muni verða hin
ákjósanlegustu útivistarsvæði
sveitarfélaga innan skamms. Er
því rétt að vekja athygli sveitar-
stjóra á hverjum stað á málefn-
inu og leita eftir styrkjum og
hvers konar liðsinni þeirra.
Skógræktarnefnd samþykkir að
vísa tillögu þessari til stjórnar
Skógræktarfélags íslands.
Aðalfundur Skógræktarfélags fs-
lands telur að við framhald land-
græðsluskógaverkefnis þurfi að
taka tillit til þeirrar reynslu, sem
fengist hefur undanfarin ár.
Tryggja verður að átaksplöntur
fari eingöngu til þeirra svæða,
sem skilgreind hafa verið sem
Landgræðsluskógasvæði og gæta
þess að verkefnið rýri ekki aðra
þætti skógræktar í landinu.
Við framkvæmd verkefnisins er
eðlilegt að fjáröflun, kynning og
samræming verði í höndum
átaksstjórnar, svo sem verið hef-
ur. Takist að afla fjár til verkefnis-
ins frá ríki, sveitarfélögum eða
með öðrum hætti, verði kaup eða
framleiðsla plantna, svo og út-
plöntun, á vegum skógræktarfé-
laganna sjálfra, sem hvert um sig
geri áætlun um útplöntun í land-
græðs 1 u skógas væði n.
Jafnframt verði skógræktarfé-
lögin umsjónaraðilar með land-
græðsluskógum og annist við-
hald þeirra þar sem því verður
við komið og geri samninga þar
um.
Skógræktarnefnd samþykkir að
vísa tillögu þessari til stjórnar
Skógræktarfélags íslands.
Aðalfundur Skógræktarfélags fs-
lands, haldinn á Akranesi 28.-30.
ágúst 1992, hvetur Skógrækt rík-
isins til að auka til muna gerð á-
ætlana um skjólbelti.
lafnframt beinir fundurinn
þeim tilmælum til Alþingis,
skógræktarfélaganna, búnaðarfé-
laga, sveitarstjórna og einstak-
linga að stuðla að ræktun skjól-
belta með fjárveitingum og
annarri fyrirgreiðslu.
Tillögur allsherjarnefndar
Lagt er til að árgjald verði óbreytt
frá fyrra ári, kr. 150,00.
Tillaga samþykkt.
Aðalfundur Skógræktarfélags ís-
lands, haldinn á Akranesi 28.-30.
ágúst 1992, beinir þvf til stjórnar
126
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993