Skógræktarritið - 15.12.1993, Síða 129
félagsins, að aðildarfélögin verði
framvegis rukkuð um félagsgjöld
að afloknum aðalfundi ár hvert.
Það verði gert með reikningi
og/eða gíróseðli.
Tillagan var felld f allsherjar-
nefnd.
Aðalfundur Skógræktarfélags ís-
lands, haldinn á Akranesi 28.-30.
ágúst 1992, hvetur sveitarfélögin
í landinu til að setja ákvæði um
að lausaganga búfjár verði heft.
Einkum er brýnt að taka á þessu
máli að því er varðar Landnám
Ingólfs, enda er þéttbýli orðið
svo mikið á því svæði, að lausa-
gangan stendur ræktun mjög fyrir
þrifum.
jafnframt verði tryggt, að í
þeim sveitarfélögum, sem banna
lausagöngu verði búfjáreigend-
um gert fjárhagslega kleift að
girða lönd sfn af.
Tillagan samþykkt.
Samþykkt var að senda Ólafi Vil-
hjálmssyni, Bólstað f Garðabæ,
eftirfarandi skeyti:
Aðalfundur Skógræktarfélags
íslands 1992 sendir þérkærar
kveðjur með þakklæti fyrir giftu-
rík störf að skógræktarmálum.
Nú var gert matarhlé og að því
loknu var farið í ferð um Hval-
fjörð. Skoðuð var skógrækt Skil-
manna, einnig Saurbæjarkirkja
og heimsóttir skógræktarbændur
f Stóra-Botni.
Um kvöldið var þeginn kvöld-
verður í boði Akranesbæjar.
Fundi var fram haldið kl. 9:30
sunnudaginn 30. ágúst.
Sigurbjörn Einarsson jarðvegs-
líffræðingur sýndi myndband um
framleiðslu á geymsluþolnu
lúpínusmiti.
Kosningar:
í aðalstjórn voru endurkosnir
þeir Sveinbjörn Dagfinnsson og
Baldur Helgason.
í varastjórn voru endurkosin
þau Ólafía Jakobsdóttir og Sig-
urðurÁgústsson.
Örn Einarsson gaf ekki kost á
sér til áframhaldandi setu í vara-
stjórn og var Böðvar Guðmunds-
son kosinn í hans stað.
Endurskoðendur voru endur-
kosin þau Ólafur Sigurðsson og
Hólmfríður Finnbogadóttir.
Fundurinn kaus eftirtalda
menn til að fylgja eftir 5. tillögu
frá skógræktarnefnd: Kjartan
Ólafsson, Sædfsi Guðlaugsdóttur
og Hólmfríði Finnbogadóttur.
Nú hófust almennar umræður.
Hulda Valtýsdóttir lýsti eftir
umræðum um Landgræðslu-
skógaverkefnið.
Hólmfrfður Pétursdóttir bauð
til næsta aðalfundar á Húsavfk.
Björn Árnason ræddi átakið
(verkefnið). Hann fagnaði þvf að
framleiðsla trjáplantna væri orð-
in bæði betri og öruggari og
komin á margar hendur. Hann
hvatti til átaka í að fjölga félög-
um.
Hulda Valtýsdóttir hvatti til að
halda umræðunni um átakið vak-
andi. Hún gerði það að tillögu
sinni að kalla til fulltrúafundar
eftir áramót, til að ræða fram-
kvæmdir átaksins á næsta ári.
Óskar Magnússon ræddi nauð-
syn þess að hafa skógræktarreiti í
þjóðbraut.
Gísli Eiríksson taldi ekki ástæðu
til að velja eingöngu erfiðasta
landið fyrir átakið.
Margrét Guðjónsdóttir ræddi
skógrækt á Snæfellsnesi og flutti
fundinum eftirfarandi ljóð:
Um lerki og erfðaáhrif klóna
er hans Þrastar kenning ný,
gamans er að geta róna
við gróðurhúsafyllerí.
Gaman er í góðum veislum,
gleðin blómstrar eins og jurt.
Ef við söfnum sólargeislum
sorg og kvíði víkja burt.
Sár og gramur enginn yrði
eða fúll með stirða lund
ef menn léttu lífsins byrði
og lékju sér á góðri stund.
ÁAkranesi ersvo gaman,
allt er vafið töfra blæ,
skógræktarmenn starfa saman
og skemmta sér í þessum bæ.
Þröstur Eysteinsson sagði frá
Húsgullsmönnum og ræktunar-
starfi þeirra.
|ón Loftsson lýsti fullum
stuðningi Skógræktar ríkisins við
átakið. Hann sagðist ekki geta
lofað neinu að svo stöddu, en
hugur hans stæði til ekki minni
stuðnings en í fyrra.
Stefán Teitsson þakkaði mönn-
um fyrir komuna og ánægjulegan
fund.
Fundarstjóri lauk nú sínu
starfi.
Hulda Valtýsdóttir þakkaði
Valdimar indriðasyni frábæra
fundarstjórn. Hrópað var ferfalt
húrra fyrir honum. Hún þakkaði
öllum, sem gert hefðu þennan
fund svo ánægjulegan sem raun
bar vitni og sleit síðan fundi kl.
11:30.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
127