Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 4
Höfundar efnis í þessu riti:
BRYNIÓLFUR SIGURIÓNSSON, B.Sc., Ifffræðingur, Rannsóknastöð
Skógræktar ríkisins, Mógilsá.
GRÉTAR GUÐBERGSSON, B.Sc., jarðfræðingur, Rannsóknastofnun
landbúnaðarins.
GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON, lic.agro., skordýrafræðingur,
Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Mógilsá.
GUÐRÍÐUR G. EYJÓLFSDÓTTIR, Ph.D., sveppafræðingur,
Náttúrufræðistofnun íslands, Akureyrarsetri.
HREINN ÓSKARSSON, skógfræðingur, Rannsóknastöð
Skógræktar ríkisins, Mógiisá.
HULDA VALTÝSDÓTTIR, blaðamaður, formaður Skógræktarfélags
fslands.
JÓN LOFTSSON, skógfræðikandídat, skógræktarstjóri, Egilsstöðum.
JÓN GEIR PÉTURSSON, M.Sc., skógfræðingur, starfsmaður
Skógræktarfélags íslands.
ÓLAFUR STURLA NJÁLSSON, garðyrkjusérfræðingur.
PÁLL LÝÐSSON, sagnfræðingur og bóndi í Litlu-Sandvfk.
SIGURÐUR BLÖNDAL, skógfræðikandídat, fyrrverandi skógræktarstjóri,
Hallormsstað.
STURLA FRIÐRIKSSON, dr.phil., erfðafræðingur,
fyrrv. deildarstjóri, RALA.
ViLHJÁLMUR LÚÐVÍKSSON, Ph.D., efnaverkfræðingur,
framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs fslands.
S0REN 0DUM, dr.agro., forstöðumaður trjásafnsins í Horsholm
(Arboretet Horsholm), Danmörku.
SKÓGRÆKTARFÉLAG
ÍSLANDS
OG
SKÓGRÆKTARRITIÐ
Nokkur orð
frá ritstjóra
í tilefni 100 ára afmælis
skógræktar verður brotið í blað
í útgáfu Skógræktarritsins.
Fyrirhugað er að gefin verði út
tvö rit á þessu ári, það síðara
síðla októbermánaðar.
Með vaxandi skógrækt hefur
ýmiss konar efni aukist og full
þörf er á að koma þessum
fróðleik á framfæri við dygga
lesendur.
Þau leiðinlegu mistök urðu í
síðasta Skógræktarriti í
greininni „Maður og tré"
að viðmælandi minn,
Baldur Jensson múrari
á Vesturgötu 25, var ranglega
feðraður. Hér með er beðist
velvirðingar á þessum mistökum.
Skógræktarritið er gefið út af
Skógræktarfélagi íslands
og er eina fagritið á íslandi er
fjallar sérstaklega um efni
sem varða skógrækt
og hefur það komið út nær
samfellt frá 1930. Þeir sem hafa
áhuga á að skrifa greinar
í ritið eða koma fróðleik á
framfæri eru hvattir til að hafa
samband við ritstjóra.