Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 17

Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 17
Alaskasafnið skoðað á Garðyrkjuskól- anum á Reykjum. syni, plöntuerfðafræðingi á RALA. Hann hefði uppi kenning- ar, byggðar á rannsóknum sem hann hafði þá nýlega hafið (sjá Ársrit Sfy 1994), um erfðahrörnun birkisins fyrir áhrif beitar og veð- urfarssveiflna umliðinna alda og blöndunar við fjalldrapa en teldi að úr þessu mætti bæta með kynbótum. Þetta verkefni, sem ég íbréfinu kallaði „projekt BIRKI", taldi ég að yrði fagnaðarefni öll- um sem áhuga hefðu á skógrækt og landgræðslu og það yrði án efa mikilvægt áróðurstæki fyrir Skógrækt ríkisins og bætandi fyrir fmynd og almannatengsl stofn- unarinnar. Nú var Sigurður aftur kominn, ef til vill minnugur þessara gömlu áskorana. Þannig skildi ég það a.m.k. þótt fleiri ástæður kunni að hafa legið að baki. Ferð Óla Vals og félaga hans myndi án efa gefa kjörið tækifæri til að sinna fjölþættum markmiðum og færa okkur nýtt erfðaefni frá Alaska til að vinna úr f yndis- skóga framtíðarinnar. Ég fagnaði því að fá að verða þátttakandi í þessu skemmtilega ævintýri! Hverjir voru þetta? Einhverjir óformlegir samráðs- fundir voru haldnir áður en Óli Valur og félagar hans lögðu upp í ferðina, en fyrsti formlegi fundur- inn um skipulag úrvinnslunnar var haldinn 18. desember 1985. Komu þar við sögu auk okkar Sigurðar og Óla Vals, þeir Þor- steinn Tómasson, þá orðinn for- stjóri RALA, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, Vilhjálmur Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Gróðurbótafélagsmenn ásamt Söschu Berkutenko í heimsókn á Akureyri haustið 1992. Frumraun runnafuru (Pinus pumila (Pall.) í íslenskri náttúru. Fáar hafa lifað af. Víðiklónar úr Kamtsjatkasafni í prófun á Mógilsá. Margir hafa fallið úr leik, en nokkrir lifa þó og líta vel út sumarið 1998. Skógræktarfélags Reykjavíkur, og stjórnarmenn þess félags þeir jón Birgir jónsson, yfirverkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins og stjórnar- formaður Skógræktarfélagsins, og Þórður Þ. Þorbjarnarson borg- arverkfræðingur. Einnig voru þar Þórarinn Benedikz, forstöðumað- ur á Mógilsá, Grétar Unnsteins- son skólastjóri, frá Garðyrkju- skóla ríkisins. Þeirfóhann Páls- son, garðyrkjustjóri Reykjavíkur- borgar, Ólafur S. Njálsson, kenn- ari við Garðyrkjuskólann, Pétur N. Ólason í Gróðrarstöðinni Mörk og Ásgeir Svanbergsson hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur bættust svo við eftir áramótin og Andrés Arnalds kom í stað Sveins Runólfssonar. Myndaði þessi hópur síðan kjarnann í þessum félagsskap framan af þótt margir fleiri hafi komið þar við sögu síð- ar, eins vikið verður að hér á eftir. Hvað hefur gerst? - Mikil- vægi erfðaefnis og kynbætur Þarna voru þá lögð á ráðin um hvernig staðið skyldi að úr- vinnslu og tilraunum með það sem safnast hafði. Við undirbún- ing ferðarinnar hafði verið lögð ríkáhersla á fjölbreytt erfðaefni innan hverrar tegundar. í tilraun- unum skyldi því gefa gaum bæði að landfræðilegri útbreiðslu, vaxtarskilyrðum tegunda og kvæma en þó ekki síður að ein- staklingsbundnum einkennum eins og vaxtarlagi, blaðgerð, greinabyggingu og öðrum útlits- þáttum vegna reynslu sem komin var á mismunandi klóna af ösp og vfði úr eldri söfnum (sjá m.a. grein Óla Vals Hanssonar í Ársriti Skógræktarfélags Islands 1989, „Alaskavíðir og fleira. Kvæmi og arfgerðir'' og grein Jóhanns Páls- sonar í Ársriti SÍ 1997 um „Víði og víðiræktun"). Má segja að fyrsta gagnið, og e.t.v. það mikilvæg- asta til þessa, af starfi hópsins hafi verið að draga fram mikil- vægi þess að skilgreina erfðaefn- ið mun nákvæmar en áður var gert. Gefa þyrfti meiri gaum að einstaklingsbundnum einkennum arfgerða eða klóna til mismun- andi nota við mismunandi vist- fræðilegar og fagurfræðilegar að- stæður í skógrækt, landgræðslu og garðrækt. Áður hafði megin- SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.