Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 18
Gróðurbótafélagið á fundi í Hús-
mæðraskólanum á Hallormsstað
haustið 1991.
áherslan verið á kvæmi og stað-
brigði innfluttra tegunda frá ein-
stökum upprunasvæðum og allt
skipulag tilrauna f skógrækt mið-
að við það. Orðið klónn, yfir ein-
ræktaða einstaklingsarfgerð, var
tæplega komið á varir almenn-
ings á þessum tíma og fáir skildu
þá við hvað var átt. Þetta hefur
breyst með undraskjótum hætti á
síðustu árum. Nú þekkja allir
áhugamenn.fjölda klóna af ein-
stökum tegundum af víði (t.d.
Hrímu, Gústu o.fl.), ösp (t.d.
Keisara, Sölku, Pinna o.fl.) og
fleiri tegundum.
Þessi áhersla á nákvæma skil-
greiningu erfðaefnis hefur síðan
einkennt þau verkefni sem Gróð-
urbótafélagið og aðilar að því
hafa tekið sér fyrir hendur síðan.
Þar má bæði nefna samanburðar-
tilraunir á víði, ösp og ýmsum
runnum úr Alaskasöfnuninni
1985 sem Garðyrkjuskóli ríkisins
annaðist (sjá grein Ólafs S. Njáls-
sonar í þessu riti) og var viða-
mesta verkefni hópsins í upphafi.
Einnig má nefna samanburðartil-
raunir með ösp og vfði sem nú
eru f gangi hjá Tilraunastöð SR á
Mógilsá, svo og kynbætur á birki
sem gefið hefur af sér yrkið
Emblu („Gróðurbótabirki") sem
nú er farið að selja til gróður-
setningar á Suður- og Suðvestur-
landi. Þróun vefjaræktar (brum-
fjölgunar) á einstökum arfgerðum
eða klónum af birki spratt af
þessari vinnu. Henni er nú farið
að beita á aðrar tegundir sem
ekki er auðvelt að fjölga með
stiklingum, t.d. reyni með góð-
um árangri. Þannig er nú hægt að
í febrúar 1987 hófust kynbætur á ís-
lensku birki. Þorsteinn Tómasson verk-
efnisstjóri við val á stofnmæðrum.
16
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999