Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 29

Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 29
áberandi tilraunanúmeraskörð og kvæmaskörð, í von um að betri mynd fengist af breytileikanum í efniviðnum í sem flestum til- raunareitum). Lystigarður Akureyrar fékk fyrir hönd Eyfirðinga samtals 279 tii- raunanúmer af öspum og víði, samtals 1 i 10 plöntur, af norð- lægum uppruna, sumarið 1989. Því miður var Lystigarðurinn illa í stakk búinn vegna plássleysis til að taka við öllum þessum plöntufjölda og prófa hann, og biðu þær fram á næsta ár. Árið 1990 voru gróðursett á vegum Lystigarðsins sýnishorn af öllu því, sem þótti mest freistandi að mati starfsmanna þar, 109 norð- læg kvæmi af ofangreindum víði og öspum. Brynjar Skarphéðinsson tók árið 1990 afganginn að sér og hafði aðstöðu um tíma í Gróðrar- stöðinni í Kjarna. (Brynjar hafði þar að auki fengið töluvert af elri og birki úr efniviðnum frá 1985 á Mógilsá og Hallormsstað). Árið 1991 fær Brynjar að auki græðlinga af öllum þeim vfði- klónum á Reykjum, sem vantaði í viðbót við ofangreint. Tilgangur- inn var sá, að hann sæi um að prófa efniviðinn á Eyjafjarðar- svæðinu. Árið 1992 fékk Brynjar enn einu sinni fleiri víðiplöntur til að ekk- ert vantaði f tilraunanúmerarað- irnar af víðiklónunum. Voru það plöntur af græðlingum, sem ég fékk frá Hallormsstaðarreitnum með hjálp KatrínarÁsgrímsdótt- ur, til að fylla upp í númeraskörð á Reykjum, þar eð nokkur númer misfórust í upphafi, en voru til fyrir austan. Eftir gróðursetningu þeirra á Reykjum voru til afgangar af öll- um númerunum og fóru þeir allir til Brynjars, samtals 102 tilrauna- númer. Á sama tíma fékk Hall- ormsstaðarreiturinn álíka fjölda af öðrum númerum sem höfðu misfarist þar í upphafi, en voru til á Reykjum. Hjá Brynjari voru þvf á þremur árum öll lifandi víðitilraunanúm- er komin til prófunar, en þvf mið- ur fór á ýmsa aðra lund en ætlað var. Brynjar varð að flytja með efnið úr Kjarna, af því að þar þurfti að nota gróðurhúsin undir arðbæra framleiðslu en stórhuga áætlun hans var að fjölga efni- viðnum dálítið í fyrstunni, til að eiga nóg af plöntum, sem hann myndi síðan setja í reiti, sem væru í mismunandi hæð allt frá fjöruborði og upp í fmynduð skógarmörk. Þess ber geta hér, að hluta af víðiklónunum (156 stk.) á Kópaskeri fékk ég hjá Brynjari árið 1992, og annað eins fór að Læk í Dýrafirði. Þvf miður varð þróunin önnur en til stóð og óþarfi að rekja hana frekar. Hins vegar þykir rétt að taka fram að efniviðurinn var eingöngu afhent- ur til tilrauna og það skal undir- strikað, að Garðyrkjuskóli ríkisins er eigandi að öllum víðiklónun- um og til hans verður að sækja um framleiðsluleyfi. Eins og staðan er 1998, eraðeins hægt að veita leyfi til framleiðslu á 36 útvöldum víðiklónum auk nokk- urra skrautrunna. Auk þess eru víðiklónarnir 36 í lokuðu fram- leiðsluferli til að byrja með hjá aðeins fjórum trjáplöntufram- leiðendum. Eftir á að hyggja spyr ég mig, af hverju ég sem aðalskipuleggjandi verkefnisins gat ekki bara fengið lánaða landspildu einhvers stað- ar fyrir miðjum Eyjafirðinum og sjálfboðaliða mér til aðstoðar við gróðursetninguna, eins og ég gerði í öðrum landshlutum! Eyfirðingar frá Akureyri og fram í dal geta þó, að mínu mati, nýtt sér reynsluna af efniviðnum í Haukadal fyrir sunnan. Auk þess mun reynslan af efniviðnum á Hallormsstað einnig verða leið- beinandi um val á klónum fyrir ofangreint svæði. Hallormsstað- arreiturinn er hins vegar óupp- gerður ennþá af hálfu Mógilsár- manna. Prestsbakki á Síðu fékk 308 suð- læg kvæmi og klóna af víði og öspum sumarið 1989, það er það sem ekki þótti rétt í byrjun að senda til Akureyrar. Plönturnar voru alls 997 stk. Heimamenn höfðu unnið reitinn mjög vel, er ég mætti með plönturnar á stað- inn sumarið 1989. Fríður flokkur af galvöskum trjáræktarvinum mætti strax og gekk öll gróður- setning mjög fljótt og vel fyrir sig. Plönturnar hafa margar vaxið mjög vel og er m.a. áberandi hvað sitkavíðir virðist þrífast vel í reitnum miðað við í flestum hinna tilraunareitanna. Alaska- víðir og jörfavíðir af mörgum kvæmum eru einnig mjög mynd- arlegir í reitnum. Á athugunar- tímabilinu frá 1990 til 1995 verð- ur ekki séð, að neinar alvarlegar vetrarskemmdir hafi komið fram í reitnum. Lækur í Dýrafirði fékk ýmis til- raunanúmer af víði, öspum og barrtrjám 1989, 1990, 1991 og 1992, en þau skiptast þannig: 340 klónaraf víði, 197klónaraf öspum, 40 kvæmi af barrtrjám, 9 klónar af tveimur skrautrunna- tegundum, 11 kvæmi af elri og 13 kvæmi af birki, alls 2460 plöntur. Plönturnar komu frá Mógilsá, Ræktunarstöðinni í Reykjavík, Brynjari Skarphéðinssyni og Reykjum. Ýmislegt annað var gróðursett á Læk, m.a. ýmsar plöntur frá Austur-Síberíu 1989. Mældi ég þær ávallt ásamt plönt- unum úr Alaskasafninu. Á athug- unartfmabilinu frá 1990 til 1995 voru plönturnar aðeins einu sinni verulega mikið skemmdar eftir veturinn. Snjólag var þunnt, þeg- ar skemmdirnar urðu. Á norð- austur-austurhlið plantnanna voru áberandi skemmdir alveg frá snjó og upp í topp. Líklega var SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.