Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 32
Salix hookeriana. lörfavíðir.
flestum tilvikum 4 plöntur af
hverjum klón.
Reiturinn hefur verið skoðaður
og mældur einu sinni 27. sept-
ember 1995 af mér, en Árni mun
hafa verið hættur kennslu og
fluttur burt nokkru áður. Því mið-
ur höfðu kindur (að sögn heima-
manns) komist í reitinn og valdið
þar miklum skemmdum og var
því erfitt að gera einhverjar mæl-
ingar af viti á mörgum plantn-
anna. Sumar plönturaðirnar voru
hreinlega blaðlausar, sumar
plönturalveg uppétnar, en ná-
kvæmlega 13 plönturaðir voru
alveg uppétnar (ekki einn stöng-
u 11 eftir).
Haustið 1994 gerði mikil haust-
frost á staðnum, og skemmdist
þá töluvert mikið. Plöntur, sem
voru orðnar myndarlegar kól illa
og sumar yfir 1,5 m á hæð
drápust alveg.
í september 1995 voru skemmd-
ir af völdum vindstrengs úr vestri
einnig mjög áberandi.
í reitnum er einnig mjög víða
mikill grasvöxtur og sums staðar
þykkar „mottur" af skriðsóley,
sem veita víðiplöntunum harða
samkeppni. Sjálfsagt hafa ein-
hverjar víðiplantnanna guggnað í
samkeppninni við slíkan há-
marksgróður framræstra ís-
lenskra grasmýra.
Við mælinguna kom f ljós að
hvorki meira né minna en 111
víðiklónar voru dauðir og í allt
638 plöntur dauðar eða tæp 60%.
Eldri skjólbelti á Hvanneyri
sýna samt, að ýmislegt á að geta
vaxið upp. Það er því von mfn, að
ef tekst að halda búfénaði frá
reitnum, komi í Ijós nokkrir níð-
sterkir víðiklónar fyrir þetta
svæði.
En að öðru leyti verður að nota
reynsluna á Reykjum og í Selparti
til að finna hentuga klóna fyrir
Vesturland.
Víðitegundir og víðiklónar í
tilrauninni
Af víðiættkvíslinni var safnað
langmestu. Samkvæmt talningu,
eftir að víðigreinunum hafði ver-
ið skipt vorið 1986 á milli Reykja
og Hallormsstaðar og síðari við-
bótum, sem komu fram við skoð-
un og mælingar á plöntunum á
Reykjum, voru víðiklónarnir
orðnir 1146 alls, Þessir 1146
klónar innihalda að minnsta
kosti 19 víðitegundir og undir-
tegundir:
Salix alaxensis - alaskavíðir
Salix alaxensis ssp. longistylis - alaska-
víðir
Salix arbusculoid.es - lækjavíðir
Salix arctica - fjallavíðir
Salix barclayi - markavíðir
Salix barrattiana - þúfuvíðir
Salix bebbiana - bitvíðir
Salix fuscescens - (íslenskt nafn
vantar)
Salix glauca - rjúpuvíðir
Sa/ix hookeriana - jörfavíðir
Salix interior- sandeyravíðir
Saiix lasiandra - lensuvíðir
30
SKÓGRÆ KTARRITIÐ 1999