Skógræktarritið - 15.05.1999, Qupperneq 35

Skógræktarritið - 15.05.1999, Qupperneq 35
Aðeins 10 plöntur af hverju til- raunanúmeri voru gróðursettar, en hitt fór „holt og bolt" í urð og grjót ofarlega í suðurhlíð Reykja- fjalls seinna um sumarið. Fræ- myndun er þegar orðin mikil hjá hraustlegustu plöntunum af sitkaelri í tilraunareitnum árin 1996 og 1997. Birki, nöturaspir og fáeinir af- gangar af norðlægum balsam- öspum voru nú gróðursett aftur, en nú voru eingöngu skjólbestu staðirnirá Reykjum notaðir, hér og þar í skógræktinni. Ekki verður sagt að neitt sérstakt sé að koma út úr þessum plöntum ennþá 1998. Sumarið 1991 var það hlýjasta, sem komið hefur lengi sunnan- lands og uxu allar plöntur mjög mikið. Sérstaklega óx allur vfðir mjög mikið. Veturinn 1991-1992 var mildur og skemmdir urðu litlar. Sumarið 1992 var frekar svalt og trjávöxtur f minna lagi. Veturinn 1992-1993 var um- hleypingasamur, sérstaklega f ianúar og febrúar. Sumarið 1993 var kalt og þurrt framan af, en eftir vætutfð komu mjög afdrifarík næturfrost sunn- anlands nóttina 25.-26. júlí og og aftur 10-11. ágúst. Skemmdist þá sitkavíðir sérstaklega mikið og margt annað (sjá umfjöllun um reitinn í Selparti). Fram að næt- urfrostunum var vöxtur búinn að vera mikill. Haustið 1993 var milt og frost- laust til 5. október. Veturinn 1993-1994 var kaldur og mikil frost til jóla, en janúar, febrúar, mars og aprfl voru um- hleypingasamir. Vorið var þurrt og sólríkt f maí °g júní, með köldum nóttum. Sumarið 1994 var vöxtur miðl- ungs og plönturnar náðu sér á strik eftir sumarið 1993. Haustið 1994, 17. september, gerði mikið kuldakast og nætur- frost. Hafði það einhver áhrif til aukningar haustkals, en þó minna á Reykjum en t.d. á Hvanneyri. Veturinn 1994-1995 var hag- stæður til áramóta en sfðan um- hleypingar og mikill snjór fram í apríl. Sumarið 1995 var þurrt frá maí og fram í júlf, hlýtt og vætusamt eftir það og vöxtur mikill. Nú fyrst er farið að bera á trjámaðki á Reykjum. Öll sumrin hefur aldrei verið sprautað gegn trjámaðki í nein- um tilraunareitanna og er svo enn eftir sumarið 1997. 36 víðiklónar valdir í september 1995 var ákveðið á Gróðurbótafélagsfundi að til- nefna 5 manns í það hlutverk að velja ásamt mér, úr áðurnefndum 166 sterku víðiklónum. Þeir voru Jóhann Pálsson, Aðalsteinn Sig- urgeirsson, |ón Kristófer Arnar- son, Pétur N. Ólason og Óli Valur Hansson. Skyldi þess freistað að finna álitlegustu einstaklingana út úr þessum 166 víðiklónum, þarsem mælingar gáfu til kynna að þeir væru allir sterkir, en framleiðend- ur og markaðurinn myndu tæpast ráða við að halda utanum slíkan klónafjölda. Hópurinn endaði með 35 klóna eftir daginn og er það enn- þá of mikið! Stuttu seinna bætti ég við einum klón, sem fór fram hjá hópnum er á leið daginn og tíminn var að renna út. Þessi klónn hefur mjög sérstakan greinalit og blaðlit, ásamt góð- um vexti. Klónarnir urðu því 36 að tölu á endanum, sem áðurnefndir fjórir framleiðendur fengu til prófunar og fjölgunar fyrir sölu. Tíminn mun síðan leiða í ljós hverjir þeirra eru hentugir í framleiðslu. Er von mín og margra annarra að þeim muni fækka eitthvað! Ekki má gleyma því, að eftir standa mjög margir álitlegir víði- klónar á Reykjum, og þar í gætu leynst perlur fyrir íslenska garða ' og skjólbeltarækt. Þessir 36 víðiklónar voru valdir með hliðsjón af þeim mælingum sem gerðarvoru á Suðurlandi. Væri klónninn til í einhverjum hinna reitanna á landinu, var það að sjálfsögðu skoðað og borið saman. En þar sem allir víðiklón- arnir eru ekki til á öllum stöðun- um, er mörgum spurningum enn- þá ósvarað. Það munu jafnvel eiga eftir að koma í Ijós aðrir klónar fyrir vestan, norðan og austan sem henta betur þar, heldur en fyrir sunnan. Tíminn leiðir það í ljós, ef allar plönturn- ar í reitunum fá að standa og vaxa ótruflaðar áfram. Meðalkal útvaldra víðiklóna í til- raunareitunum í samanburði við kal þekktra víðitegunda. Að baki tölunum liggur eftirfar- andi fjölda athugana: Reykir - 6, Selpartur - 5, Hauka- dalur - 5, Prestsbakki - 5, Lækur - 4, Akureyri - 4. Sjá töflu 1. Það skal undirstrikað hér og nú, að ekki er hægt að kaupa þessa 36 nýju klóna ennþá, þar eð það tekur 3-4 ár að fá upp einhvern plöntufjölda til sölu. Einnig er ennþá verið að vinsa úr þá klóna sem eru óhæfir til framleiðslu. Það fellur nefnilega ekki alltaf saman fallegt útlit og mikið harðfengi annars vegar, og hins vegar að vera auðveldur í fram- leiðslu! Því eru landsmenn beðnir um að sýna þolinmæði í 1-2 ár enn, og ekki að angra ofangreinda fjóra framleiðendur með spurn- ingum á meðan. Aðrir framleið- endur verða einnig að þíða! Nánari kynning á klónunum birtist hins vegar nú, en þó án mynda í þessari grein af ofan- greindum ástæðum. SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.