Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 45
bygging er mjög gróf. Blöð eru
handstrengjótt, svipuð rifsblöð-
um, geta orðið mjög stór og
sitja á löngum stilk. Haustlitur
er oftast skærgulur. Blárifs þrífst
í frjóum og rökum jarðvegi og
hentar vel í skrautrunnaþyrping-
ar og raðir. Það er einnig mjög
hentugt sem undirgróður undir
og á milli stórra lauftrjáa. Á
sama hátt og rifsið getur dreifst
með fuglum í íslensku skóg-
lendi, má búast við að blárifsið
geri það sama. Blárifs frá fyrri
söfnunarferðum hefur lengi
verið til f Múlakotsgarðinum í
Fljótshlíð og einnig í Skrúð í
Dýrafirði. Báðir runnarnir eru
mjög harðgerðir, en líklega ekki í
framleiðslu neins staðar. Þeir
hafa ekki verið skoðaðir sérstak-
lega í samanburði við Perlu.
Gæta verður að því, að þeir
blandist ekki saman við Blárifs
'Perlu', þar eð mjög erfitt er að
þekkja f sundur líka klóna.
Hélurifs 'Rökkva’ - Ribes laxiflorum
'Rökkva'
Náð var í Rökkvu við Rjúpnalæk
(Ptarmigan Creek) á miðjum
Kenaiskaga í Suður-Alaska, ca.
60°32'N.
Aðalsmerki hélurifsins eru fagr-
ir haustlitir frá gulu yfir í dökk-
rautt og jafnvel fjólublátt (antho-
cyanblátt). Haustlitir birtast oft
þegar um miðjan ágúst hjá
Rökkvu. Blöð eru stór, hand-
strengjótt með djúpum skerðing-
um, olífugræn í fyrstu, seinna
dökkgræn, áberandi falleg og
þekja vel allt sumarið.
Hélurifs myndar þykka breiðu
af greinum, þar sem ársprotar
vaxa fyrst upp á við, en síga síðan
undan eigin þunga og leggjast
alveg. Jarðlægargreinar slá auð-
veldlega rót hér og þar. Hver
runni þekur um tvo fermetra á
nokkrum árum. Helsti galli hélu-
rifsins eru stökkar greinafestingar
fyrstu árin. Blaðmiklar greinar
Blárifs 'Perla’ - Ribes bracteosum 'Perla’.
vilja slitna af í roki. Er best að
tjóðra þær niður við jörð strax í
upphafi með vírlykkjum. En eftir
þetta tímabil þenst runninn það
hratt út, að ekkert munar um fá-
einar afslitnar greinar.
Brum hélurifsins eru áberandi
rauð á veturna. Sterkrauð, stór
endabrum á hélurifsi má nota til
að þekkja það frá kirtilrifsi, sem
annars líkist því mjög.
Blómklasar eru stuttir, út-
sveigðir og blómgunartími er
samtímis eða strax eftir laufgun.
Blóm eru bleik (hvít á kirtilrifsi).
Ber eru dökkblá, nærri svört og
oft þakin Ijósu vaxi. Þau bragðast
mjög vel fersk. Bragðið minnir oft
á aðalbláber. Berin þroskast
mjög snemma á hlýjum stöðum,
jafnvel í byrjun júlí. Þarf að tína
þau í nokkur skipti, þar sem berin
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
43