Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 47
Fjallavíðir 'Skriðnir' - Salix ardica
'Skriðnir’.
Þúfuvíðir 'Bústi' - Salix barrattiana
‘Bústi’.
Demantsvíðir ‘Flesja’ - Salix planifolia
ssp. pulcbra ‘Flesja’.
Blöð eru fjaðurstrengjótt, með
5-7 smáblöðum og fá oftast fal-
lega gulan haustlit.
Lísa hentar í þyrpingum með
öðrum runnum, þar sem hún má
breiðast út. Hugsanlega er hún
nógu sterk til notkunar meðfram
vegum og á umferðareyjar eins
og ‘Hansa’. í lítt grasgefnum
sumarbústaðalöndum mætti
einnig prófa hana.
Fjallavíðir ‘Skriðnir’ - Salix arctica
‘Skriðnir’
Náð var í Skriðni í Girdwood í
Suður-Alaska, ca. 60°56’N. (Um
nafnbreytinguna úrgrávíði í
fjallavíði, sjá grein lóhanns Páls-
sonar „Víðir og víðiræktun á ís-
landi" í Ársriti Skógræktarfélags
íslands 1997.)
Helsta einkenni Skriðnis er
flatt vaxtarlag. Greinarnar vaxa
lárétt og þekja stóran flöt á fáein-
um árum. Þær slá rót hér og þar.
Blöð eru grágræn til dökkgræn,
egglaga til breiðlensulaga, dálítið
hærð og heldur stærri en á ís-
lenska fjallavíðinum. Þau fá nokk-
uð árvisst gulan haustlit. Engin
axlablöð eru á fjallavfði.
Skriðnir blómstrar samtímis
laufgun. Skærgulir karlkyns-
blómstrandi reklarnir rísa lóðrétt
upp og mynda eins og Ijósgult
ský yfir runnanum, þegar mest
lætur.
Skriðni er hægt að nota á ýmsa
vegu sem þekjuplöntu, t.d. undir
stórum trjám þar sem birta er
næg, milli runna, í forkant beða, í
stórar steinhæðir, einan sér eða í
ekki of grasgefin sumarbústaða-
lönd. Einnig má prófa að setja
hann fyrir ofan steinveggi og
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
45