Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 49
Sveighyrnir ‘Roði' - Cornus sericea ‘Roði'.
Silfurblað ‘Skíma' - Elaeagnus commutata
‘Skíma’.
eitthvað komi fyrir runnann.
Skrautgildi Skímu er það mikið,
að helst ætti ekki að sleppa henni
í görðum. Má t.d. staðsetja hana
stakstæða í upphækkuðu beði við
gangstéttir, sólpalla og fleira þess
háttar. Skíma mun væntanlega
eins og önnur kvæmi af silfur-
blaði geta spjarað sig við upp-
græðslu jökulsanda á láglendi.
Hún hentar einnig í lítt grasgefn-
um sumarbústaðalöndum.
Skriðeinir 'Búi' - juniperus horiion-
talis ‘Búi'
Búi er frá Minto í Yukonfylki, ca.
62°36'N.
Hann er flatvaxinn, fíngerður
og sígrænn runni. Greinar sveigj-
ast upp í endann, en það gefur
honum hrokkið yfirbragð. Sí-
grænt barrið fær brúnfjólubláan
blæ á veturna, þegar snjóinn
vantar, en grænkar aftur þegar
hlýnar. Búi er þéttgreinóttur og
þekur vel, en er ekki hraðvaxta.
Þrátt fyrir að Búi sé ættaður úr
meginlandsloftslagi, þrífst hann
mjög vel í umhleypingunum
sunnanlands. Búi hefur reynst
álíka harðgerður og íslenskur
einir og himalajaeinir. Vissulega
getur hann sviðnað illilega eins
og þessar tegundir, þegar jörð er
frosin og vorsólin steikir á út-
mánuðum. Klippingu þolir hann
vel og endurnýjar sig fljótt.
Nota má Búa á ýmsa vegu, t.d.
sem sígrænt „teppi" f kringum
lágvaxna runna og fjölær blóm, í
forkant á beðum, í steinhæðir og
stalla.
Mjaðarlyng 'Gosi’ - Myrica gale
'Gosi’ og
Mjaðarlyng ‘Gletta' - Myrica gale
‘Gletta’
Náð var í Glettu og Gosa við ána
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
47