Skógræktarritið - 15.05.1999, Síða 52

Skógræktarritið - 15.05.1999, Síða 52
A. Stafafura, Pinus contorta, er hér fyrst nefnd til leiks. Öll kvæmin af henni á Reykjum eru ættuð frá Yukon. Plönturnar voru settará skjólgóðan stað og uxu vel til að byrja með. En í skjóli leggst meiri snjór, og eftir 2 vetur höfðu flest- ar plönturnar svignað niður í gras, sem kæfði þær alveg. Fram að gróðursetningu höfðu plönt- urnar vaxið áfallalaust í pottum, og virtust ekki taka umhleyping- ana á Reykjum nærri sér. En stað- setning þeirra á full-grasgefnum stað virðist frekar hafa orðið þeim að aldurtila en veðurlagið. Örfáar plöntur standa keikar eftir. Verður fróðlegt að sjá hvernig sömu inn- landskvæmi koma út í tilraunum Mógilsármanna. B. Marþöll, Tsuga heterophylla (9 kvæmi) og fjallaþöll, Tsuga mer- tensiana (6 kvæmi), voru fjögur ár í uppeldi og styrktar mjög, áður en lagt var f að gróðursetja þær. Þær þurfa skjól og skugga í uppvextin- um, og fundust slfkir blettir inn- an um elsta sitkagreniskóginn á Reykjum, eftir grisjun þó. Um helmingur plantnanna var settur þar, en hinn helmingurinn innan um lítil sitkagrenitré sunnan til í fjallinu, þar sem fullrar sólar nýt- ur. Á sfðastnefnda staðnum hefur plöntunum fækkað nokkuð, en eftir standa státnir einstaklingar, sem lofa góðu, Ifklega svo lengi sem skjóls nýtur. En á betri staðnum eru þrifin hins vegar jafnari og mikið af ákaflega fallegum plöntum að vaxa upp í skjólinu og skugganum. f grófum dráttum má lesa eftirfarandi upp- lýsingar út úr þrifum þallanna á Reykjum: Fjallaþöll frá Kenaiskaga þrífst vel, og marþöll frá sama svæði og einnig frá Skagway þrífst vel. C. Alaskasýprus, Chamaecyparis nootkatensis, af einu kvæmi frá Cedarvík inn af Prince William flóa, er einnig þar f einu rjóðrinu og þrífst og stækkar. Mun þetta vera norðlægasta kvæmið af þessari tegund í Norður-Amerfku allri, svo að harðgerðari stofn finnst varla. D. Fjallaþinur, Abies lasiocarpa, af einu kvæmi frá Windy Arm í 700 my.s. íYukon þrífst einnig vel í skógarskjólinu, en afföll eru mikil á meiri berangri annars staðar á Reykjum. Þrjár grenitegundir og einn greni- blendingur úr Alaskasafninu eru á Reykjum. Hverju kvæmi var skipt á tvo staði, annars vegar meira áveðurs í hlíð sem snýr á móti suðvestri, og hins vegar á skjólbetri stað sunnan við Reykjafjall. E. Af svartgreni, Picea mariana, voru 6 kvæmi gróðursett. Sum kvæmin eru alveg útdauð, og mjög erfitt er að sjá mun á því sem eftir er. Þrif svartgrenisins á Reykjum virðast almennt vera slæm. F. Af hvítgreni, Picea glauca, voru 12 kvæmi gróðursett. Sum kvæm- in eru alveg útdauð, og mjög erfitt er að sjá mun á því sem eft- ir er. Grasvöxtur hefur sums stað- ar hamlað mjög vexti, og þau kvæmi sem helst komu tii greina, hafa því ekki getað sýnt sínar bestu hliðar. Helst veðja ég á eitt kvæmið frá Soldotna, sem er ná- lægt sjó á Kenaiskaga. G. Af sitkagreni, Picea sitchensis, voru 6 kvæmi gróðursett. Þrjú af kvæmunum skera sig úr og þríf- ast mjög vel, en þau eru sótt: Austan við Ressurrectionvfk, í 60-100 m y.s. nálægt Seward á Kenaiskaga, í Dyea við Skagway og í Cordovabæ. Hin þrjú kvæm- in eru ójafnari. H. Af sitkabastarði, Picea x lutzii, voru 4 kvæmi gróðursett. Öll kvæmin eru frá miðjum Kenai- skaga og eru þrifleg, þar sem gras hefur ekki hamlað vexti þeirra. Elri Þrjár tegundir af elri voru gróður- settar á Reykjum. Uppeldi í fjöl- pottum tók tvö ár. Gróðursett var á beð og látið vaxa í þrjú ár. Tíu plöntur voru valdar af handahófi af hverju kvæmi og endurgróður- settar með góðu millibili í nýjan tilraunareit, þar sem þær fá að standa óáreittar í mörg ár. Hinar plönturnar voru endurgróður- settar „holt og bolt" í urð og grjót og móa ofarlega í suðurhlíð Reykjafjalls, þar sem þær nú nokkrum árum seinna eru farnar að vekja eftirtekt fyrir mikla grósku. Samanburður á elri- kvæmunum annars staðar á landinu er í höndum starfsfólks Mógilsár og Landgræðslunnar, en hér verður dregið fram það helsta, sem lesa má úrtilrauna- reitnum á Reykjum. A. Grænelri, Alnus crispa, 8 kvæmi voru gróðursett. Grænelri er lág- vaxinn og þéttgreinóttur runni, og norðlægustu kvæmin vaxa bara örfáa sentimetra á Reykjum, og mynda því algjöra dvergrunna. Ekki virðist vera mikill munur á milli kvæma- í kali, og því sýnist mér kröftugasta kvæmið, sem hefur myndað 1,5 m háa og breiða brúska, vera álitlegast. Það er kvæmi frá Bethel í Suð- vestur-Alaska. B. Sitkaelri, Alnus sinuata, 22 kvæmi voru gróðursett. Sitkaelri getur myndað gríðarstóra runna eða margstofna lágvaxin tré. Mörg kvæmanna koma mjög vel út og eru nú hátt á þriðja metra á hæð. Má segja að nýta megi flestöll kvæmin frá vesturhluta Kenaiskaga, suður um Cordova- svæðið og Yakutatsvæðið. lafnvel kvæmi frá Haines í Suðaustur- Alaska er þokkalegt. Fræmyndun 50 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.