Skógræktarritið - 15.05.1999, Síða 53

Skógræktarritið - 15.05.1999, Síða 53
og fræfall er þegar töluvert. Mætti því nýta fræið af þestu runnunum til framleiðslu á sitka- elri fyrir landgræðslu og sumar- þústaðalönd. Sveigjanleiki sitka- elrisins gagnvart mismunandi loftslagi minnir á sveigjanleika alaskavíðisins. Af þeirri ástæðu er nákvæmt úrval mjög vanda- samt, og spurning hvort einmitt sé ekki betra að nýta breytileik- ann og sveigjanleikann í sitkaelr- inu sem mest við landgræðslu. C. Blæelri, Alnus tenuifolia, 5 kvæmi voru gróðursett. Blæelri verður að stórum runna eða litlu tré. Það er nauðalíkt gráelri, svo að vart verður skilið á milli, nema helst skömmu eftir lauffall, þegar brum blæelrisins eru rauðleitari en á gráelrinu. Áberandi munur í kali kemur fram á milli blæelrikvæmanna og þau norðlægustu eru greinilega alveg óhæf. Eitt kvæmið ber af f hæðarvexti jafnframt þvf að kala minnst eða ekkert að jafnaði, en það er tekið við suðurenda Kenaivatns inni á miðjum Kenai- skaga. LOKAORÐ Þeim sem hafa farið vandlega f gegnum þessa skýrslu, má ljóst vera að mikið vatn hefur runnið til sjávar, síðan úrvinnslan hófst, og enn meira á eftir að streyma fram áður en henni lýkur að fullu. Nýir fletir á svona gríðarlegum plöntufjölda birtast í sífellu og margt má reyna miklu betur. Spurningin er bara hvenær mönnum finnst nóg að gert. Skýrslu þessa má því alveg eins Ifta á sem enn eina áfangaskýrsl- una um þennan efnivið. Loka- punktur verður seint settur aftan við prófanir. Samanburður við ýmislegt annað sem til er í land- inu og annað sem á eftir að bæt- ast við getur verið endalaus. Það er aðeins skortur á fjármagni, stöðugildum og áhuga, sem getur hamlað eða stöðvað vinnsluferlið. Þess ber að geta hér, að Aðal- steinn Sigurgeirsson fékkafhenta 20 víðiklóna í janúar 1992. Beiðn- in um að fá afhenta einhverja 20 víðiklóna, sem væru farnir að skera sig úr í vaxtargetu, kom mjög snöggt, og var beðið um af- greiðslu sem fyrst. Á því stigi eru eingöngu mælingar í gangi en ekkert uppgjör tilbúið, enda ekki á vinnuáætlun fyrr en árið 1996. En ég ákvað að reyna að gera mitt besta á miðju kennslutíma- bili í Garðyrkjuskólanum í janúar 1992 og valdi hreinlega úr áber- andi vaxtarmikla víðiklóna eftir auganu einu saman, með sam- þykki Aðalsteins um að láta það duga. Eftir á að hyggja finnst mér og ýmsum öðrum, að þetta hafi verið fljótfærni og að þessi þáttur hefði mátt bfða eðlilegs uppgjörs til ársins 1996. En gert er gert og Aðalsteinn fékkgræðlingaefni af 20 víðiklónum og setti þá í mjög vel unnar samanburðartilraunir með ýmsum öðrum víðitegund- um. Út úr því hafa komið fróðleg- ar vísbendingar, sem Aðalsteinn mun gera grein fyrir sjálfur. Af þessum 20 víðiklónum Aðal- steins lentu 15 í endanlegu úrvali mínu árið 1995 (innan 166 vfði- klóna hópsins), en 5 ekki, og ekki heldur einn klónn sem Aðal- steinn náði í til Hallormsstaðar og bætti við hina 20. Og af ofan- greindum 15 klónum eru aðeins 4 í endanlegu 36 víðiklóna úrvali sexmannanefndar Gróðurbótafé- lagsins. Nöfn þessara fjögurra klóna verða ekki gefin upp hér, þar eð tilraun Aðalsteins er enn í gangi. En ég get staðfest að tveir þeirra eru meðal þess sterkasta sem nokkurn tímann hefur komið til landsins af víði, samkvæmt mælingum Aðalsteins. Verður spennandi að sjá hvernig þeir spjara sig í íslenskri skjólbelta- rækt, og hvernig fólki muni líka við þá. Boltanum er því hér með velt yfir til Aðalsteins, um að skila framhaldsgrein um samanburð- artilraunir sínar á vfðinum. Ég vil að lokum nota tækifærið og þakka öllum innilega fyrir alla aðstoðina við verkefnið vítt og breitt um landið, við að greiða götu mína, aðstoða við gróður- setningu, útvega gistingu, fróð- legar samverustundir, fundina í Gróðurbótafélaginu og allan þann áhuga sem verkefninu hefur verið sýndur nær og fjær. Starfs- fólki á Garðyrkjuskólanum þakka ég einnig fyrir samstarfið í gegn- um árin og samverustundirnar inn á milli kennslu og tilrauna. Ljósmyndir með grein: ÓlafurSturla Niálsson. r \ GÆÐAMOLD MOLDAHBLANDAN - GÆÐAMOLD HF. Pöntunarsími 567 4988 GÆÐAMOLD í GARÐINN Grjóthreinsuð mold, blönduð áburði, skeljakalki og sandi. Þú sækir eða við sendum. Afgreiðsla á gömlu sorphaugunum í Gufunesi. V___________________J SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.