Skógræktarritið - 15.05.1999, Qupperneq 61
í Qanagssiassat innst við Eiríks-
fjörð í grennd við sáningar
Rosenvinges (4. mynd), og í
Upernaviarssuk (1/4 ha). Plönt-
urnar þoldu illa flutning frá Dan-
mörku og hófu vöxt of snemma,
svo fljótlega var farið að rækta
trjáplöntur í gróðrarstöð Pouls.
Aðalverkefni skógarvarðarins á
5. mynd. Kugssuak við Ketilsfjörð
(Tasarmiutfjörð) þarsem gróðursetn-
ing innfluttra barrviða hófst árið 1953.
Ljósm.: Saren 0dum 1994.
6. mynd. Poul Bjerge fyrrum skógar-
vörður á Grænlandi stendur við fjalla-
þin (kvæmi Hungry Horse í Montana,
grs. 1984) í Kugssuak við Ketilsfjörð.
Bak við hann sjást hvítgreni (kvæmi
Knik River, Anchorage, Alaska, grs.
1960). Ljósm.: Sören 0dum 1996.
þessum árum var gróðursetning
20.000 plantna sem ræktaðar
voru á Grænlandi, í tvo reiti (3-4
ha að stærð) í Kugssuak við
Ketilsfjörð (Tasarmiutfjörð), sem
er töluvert sunnan við Eiríksfjörð
(5. og 6. mynd). Síðar hafa fleiri
tegundir og kvæmi verið gróður-
sett í og við þessa reiti, m.a.
plöntur frá fslandi.
Nýrri trjáræktartilraunir
Eftir miðjan áttunda áratuginn
hófust tilraunir með efnivið sem
Soren 0dum og Lars Feilberg
söfnuðu í Klettafjöllum 1971, og
síðar með efni sem Jon Dietrich-
son, Tróndur Leivsson og Soren
0dum söfnuðu árið 1981 í Alaska
og Bresku Kólumbíu. Hér var um
að ræða fræ og sjálfsánar smá-
plöntur (þó oft 5-10 ára) frá
skógarmörkum og frá ýmsum
stöðum við ströndina og inn til
meginlandsins. Tilraunirnar hafa
að geyma efnivið úr báðum söfn-
unum ásamt efni frá Skandinavíu,
og eru í Eystribyggð (Kugssuak,
Upernaviarssuk og Narsarsuaq)
en einnig norðar við vesturströnd
Grænlands, í Qorqut við Godt-
hábsfjörð (64°15'N br., 50°55'V 1.)
og innst í Syðri-Straumsfirði við
heimskautsbaug (um 4 km aust-
an flugvallarins).
Kostir þess að safna smáplönt-
um frá skógarmörkum eru í fyrsta
lagi, að þær eru að öllum líkind-
um vel aðlagaðar mjög erfiðu
veðurfari, í öðru lagi að allar
sambýlisörverur, svo sem svepp-
rót og geislasveppir, flytjast með
trjánum frá heimkynnum sínum,
og í þriðja lagi að plöntur eru til-
búnar til gróðursetningar við
fyrsta tækifæri á nýjum stað. Auk
þessa má benda á að tré ná sára-
sjaldan að þroska fræ á skógar-
mörkum og því er miklum tilvilj-
unum háð að hitta á fræár. Ljóst
er þó að ýmsar miður gagnlegar
lífverurgeta borist með lifandi
plöntum, s.s. trjásjúkdómar og
meindýr. Á hinn bóginn má
benda á kosti þess að kanna við-
nám trjáa gegn náttúrlegum
óvinum í nýjum heimkynnum
strax í upphafi ræktunar, með því
er minna fórnað og líkur minnka
á að skaðinn verði meiri síðar.
Fræi sem safnað hefur verið í
þessum söfnunarferðum, hefur
annaðhvort verið sáð í Horsholm
eða í gróðrarstöðinni í Upernavi-
arssuk, og eru plöntur yfirleitt
þriggja til fjögurra ára gamlar við
gróðursetningu (3/0 eða 3/1
plöntur). Smáplöntur sem safnað
hefur verið við skógarmörk, hafa
oft og tfðum verið geymdar ein-
hvern tfma í gróðrarstöð þangað
til unnt hefur verið að gróður-
setja þær.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
59