Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 67
í ljósi þess hversu margar trjá-
tegundir og kvæmi þeirra hafa
verið gróðursett í Trjásafninu í
Narsarsuaq, má vænta þess að á
næstu áratugum muni íslending-
ar líta hýru auga til þess. Ekki síst
verður safnið áhugavert með til-
liti til jólatrjáræktar á íslandi,
enda er þar að finna mikið safn af
hægvaxta kvæmum t.d. af fjalla-
þin og blágreni, sem virðast geta
orðið að afar fallegum jólatrjám
(10. mynd). Hverveit nema fræ-
söfnunarferðir fslenskra skóg-
ræktenda beinist í auknum mæli
til Narsarsuaq þegar líða tekur á
næstu öld!
Innflutning erlendra trjáteg-
unda í grænlenska náttúru má
e.t.v. gagnrýna með þeim rökum
að sérstæðu náttúrufari Græn-
lands sé ógnað af framandi
lífverum. Verndun ósnortinna
víðerna „verndun skógleysis" og
tillitsemi við hagsmuni þeirrar
ferðaþjónustu sem nærist á s.k.
..auðnarhrifum" eru sjálfsagt
einnig rökgegn ræktun skóga á
Grænlandi. Benda skal þó á að
útbreiðsla innfluttra trjátegunda
verður að öllum líkindum mjög
takmörkuð á Grænlandi um
ókomin ár. Ástæða þessa er sú
að fræþroski er afar lítill a.m.k.
enn sem komið er, auk þess sem
beit sauðnauta f Syðri-Straums-
firði og sauðfjár og hreindýra í
Eystribyggð mun hamla því að
sjálfsánir skógar vaxi á Græn-
landi um ókomin ár, þótt loftslag
kunni að hlýna og vaxtarskilyrði
trjáa að batna. Þótt fyrstu til-
raunir lofi góðu um framtfð
grænlenskrar skógræktar er
óhætt að fullyrða að margir
mannsaldrar muni líða áður en
skógar fara að ógna sjónrænum
og vistfræðilegum eiginleikum
náttúru Grænlands.
Þær tilraunir sem fram fara á
Grænlandi eru mikilvægar fyrir
framtíð skógræktar í innfjörðum
a SV-Grænlandi, og munu á
næstu árum og áratugum sýna
hvort og í hvaða mæli skóg- og
trjárækt er möguleg á Græn-
landi. Þær gætu líka reynst
áhugaverðar fyrir íslendinga.
í Eystribyggð er verið að gróður-
setja ýmsar trjátegundir og
kvæmi sem lítt eða ekki hafa
verið reynd á íslandi, og við
aðstæður sem að mörgu leyti
eru erfiðari en víðast hvar á
byggðu bóli hér á landi. Enginn
vafi er á, að þessi reynsla gefur
vísbendingu um mörk hins
mögulega og ómögulega hér á
landi.
Þakkir
Helstu sjóðir sem styrkt hafa
söfnunarleiðangra og gróður-
setningu á Grænlandi eru Aage V.
(ensens Fonde og Kronprins
Frederiks Fond. NUNA sjóður
Grænlenska bankans hefur veitt
fimm ára styrk til Trjásafnsins í
Narsarsuaq allt til ársins 2002.
Höfundar vilja þakka Hauki
Ragnarssyni, Ingva Þorsteinssyni,
Aðalsteini Sigurgeirssyni og
Guðmundi Halldórssyni fyrir ítar-
legan yfirlestur á greininni og
margar góðar ábendingar.
Abstract in English
The natural woodlands in SW-
Greenland involve Betula pubes-
cens, Alnus crispa, and Sorbus groen-
landica, which indicate potential
conifer-treeline conditions,
especially in sheltered areas in
the interior fjords. The most
luxuriant stands are found in W-
exposed slopes, in shelter from
the foehn winds, heights up to
6-8 m, but usually the wood-
lands form 3-5 m high shrubs.
Experimental tree planting has
been implemented in SW-Green-
land since the middle of the
nineteenth century. ln the 50's
introductions of plant material of
well known origin were started,
and afforestation began in few
sites. These early plantations
(Qanagssiassat, Upernaviarssuk
and Kugssuak, see map/mynd 1)
of exotics were implemented by
Poul Bjerge, which has admini-
stered those since.
Since 1976 experimental tree-
planting has been implemented
in Soendre Stroemsfjord and
Godthábsfjord (mynd 1). In those
sites only slow growing proven-
ances originating from from
northern tree-lines are well adapt-
ed (i.e. Abies lasiocarpa, Picea glauca,
Pinus sylvestris, Betula pubescens, and
Populus balsamifera). Systematic
planting of plant-material origin-
ating from northern tree-lines has
taken place in the Arboretum in
Narsarsuaq (61 ° 11 ’N and
45°25'W). The Arboretum contains
a unique collection of trees, origi-
nating from arctic and alpine tree
lines from the northern hemis-
phere. A large number of proven-
ances has been collected on a
number of expeditions, which
mostly have been supervised by
Sören 0dum. The plant material
has been planted in the Arboret-
um since 1976, total over 100
thousand trees (table/tafla 1).
The most promising species are
A. lasiocarpa and Larix sib. sucakiewii,
among others (table/tafla 2).
Tree planting experiments in
Greenland are not only very
valuable to the local inhabitants,
but also for lcelandic foresters
and others who engage in tree-
planting on harsh sites, especi-
ally regarding finding plant
material which is well adapted to
extreme stressful weather condi-
tions.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
65