Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 87
LERKISÚLUNGURINN ER EKKI VIÐ EINA
FJÖL FELLDUR
landi. 200 plöntur af þeim voru
gróðursettar á Hallormsstað
þetta vor. Nokkur tré þar lifa,
mjög falleg sum hver. Á Tuma-
stöðum standa nokkur norðan
við Lýðveldislundinn, hið hæsta
10,70 m. Loks eru þessi nær 20
tré í Skógum. Mér er ekki kunnugt
um fleiri.
Þegar risið verður á Vöglum í
Fnjóskadal fræræktarhúsið, sem
nú er í undirþúningi, hygg ég, að
Þröstur Eysteinsson muni rækta
frætré upp af völdum einstakling-
um úr þessum hópi cajander-
lerkis.
Þegar fræ verður fáanlegt af
þvf, er ég sannfærður um, að
Islendingar muni eignast enn
eina trjátegund, sem á næstu öld
verði þeim mörgum augnayndi.
Þvf til sönnunar birti ég hér sem
nr. 5 mynd af einu trjánna á
Hallormsstað.
Fyrir síðustu jói fékk ég með jóla-
kveðju frá vinkonu minni í
Noregi, frú Helgu Roii-Hansen,
tvíblöðung, sem er hefti af tíma-
riti, sem nefnist „Agarica". Þetta
hefti er með stuttri grein eftir eig-
inmann frú Helgu, prófessor Finn
Roll-Hansen, sem var kennari
minn í skógargrasafræði og
sveppafræði við Landbúnaðarhá-
skóla Noregs á Ási og varð síðar
einn af tryggustu vinum mfnum f
Noregi ásamt konu sinni.
Um leið skýrði frú Helga mér
frá þvf, að Finn hefði látist í janú-
ar 1997, sem mérvarenn ókunn-
ugt um. Finn Roll-Hansen var
einn af mætustu mönnum, sem
ég hefi kynnst. Hann var mikils-
virtur vísindamaður og framúr-
skarandi kennari. Þau hjónin
komu til íslands f fyrsta sinn
sumarið 1969 íboði Skógræktar
ríkisins og fóru þá vítt um landið
í fylgd Hauks Ragnarssonar, for-
stöðumanns Rannsóknastöðvar-
innar á Mógiisá. Merkasti árangur
ferðar þeirra var, að þau gátu
sýnt fram á, að sveppur einn,
sem næstu tvö til þrjú ár á undan
var farinn að gera geysilegan usla
í lerkiteigum víða um land, var
barrviðaráta (Phacidium coniferarum
(Hahn) DiCosmo, Nag Raj &
Kendrick). Á þeim tíma var sjúk-
dómurinn raunar nefndur
douglasáta, sem var mjög vill-
andi nafn, af því að sveppurinn
áreitir ekki döglingsvið sérstak-
iega, heldur flestar, ef ekki allar,
tegundir barrviða. Roll-Hansen-
hjónin skrifuðu í Ársrit Skf.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
85