Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 91
BRYNIÓLFUR SIGURJÓNSSON
GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON
£3* '«(KJ B
átÍ
Köngulingur
(Oligonycfius ununguis Jakobi)
Aðeins ein tegund mítla’
veldur tjóni á trjám og
runnum hérá landi. Það
er köngulingur (Olygonyckus un-
unguis). Fullorðinn mítiil erað-
eins um 0,5 mm að lengd og
bleikurá lit (1. mynd). Köngul-
ingur er af flokki Acarina og ætt
Tetranychidae (grasætumítlar).
Mítla má finna nánast í hvaða
umhverfi sem er, jafnvel í fersk-
vatni og sjó. Hér á landi eru þeir
algengastir í jarðvegi (Högni
Böðvarsson, 1989). Köngulingur
einskorðar sig við skóga en hann
þrffst aðallega á barrviðum, t.d.
greni, furu, lerki og eini. Hann
veldur mestu tjóni allra mítlateg-
unda á barrviðum í Bandaríkjun-
um (Cook, 1992).Talið er að hann
hafi borist hingað til lands með
rauðgreniplöntum frá Norður-
Noregi sem gróðursettar voru á
Hallormsstað 1948 (Sigurður
Blöndal, 1995). Köngulings hefur
orðið vart víðsvegar um landið
t.d. við Eyjafjörð, í Skorradal og á
Mítill er nýyrði sem þykir betra en gamla orðið
áttfætlumaur vegna minni hættu á ruglingi við
hina eiginlegu maura sem eru skordýr.
Hallormsstað. Mest áberandi er
hann f greniskógum sem liggja
inn til landsins.
Hjá grasætumítlum (Tetranychi-
dae) hafa bitkrókar ummyndast í
stungulaga nálar (2. mynd). Mítl-
arnir stinga í plöntufrumur og
sjúga upp innihaldið (lohnson &
Lyon, 1988). Við það gulna nálar á
grenitrjám upp. Litbrigðin sjást
fyrst við nálargrunninn og undir
sprota. Við kröftuga árás fölnar
allur sprotinn og litast rauðbrúnn.
Þegar mikið er af könguling í
trjám verða þau rauðþrún eða
bronslit og einnig er spuni mítl-
anna og óhreinindi sem safnast í
hann áberandi. Þegar mítill finnst
á kvistum trjáa er líklegt að árásin
sé af alvarlegum toga fyrir tré und-
1. mynd. Fullvaxinn köngulingur er aðeins um hálfur miliimetri á lengd. I bakgrunni
má sjá nál af rauðgreni.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
89