Skógræktarritið - 15.05.1999, Síða 97
GUÐRÍÐUR GYÐA EYJÓLFSDÓTTIR
Lítill sveppur
á lerkigrein var
Um nokkra smásveppi sem vaxa
á dauðum lerkigreinum
Inngangur
Undanfarin ár hefur lerki verið
plantað f stórum stíl í nýskóga
landsins og á skógræktarsvæðum
vfða um land eru lerkireitir sem
segja má að náð hafi fullum
þroska. Mest er þetta rússalerki
og síberíulerki af þó nokkrum
kvæmum og er plantað f móa og
mela sem með tfmanum breytast
f skógarbotn. Niður í svörðinn
falla á hverju ári smágreinar sem
brotnað hafa af trjánum og byrja
að rotna f skjóli og raka innan um
botngróðurinn. Það er ekki einfalt
verk að brjóta niður trjágrein og
þar leggja margir smáir.sitt af
mörkum áður en næringarefnin
sem tréð lagði í greinina verða
því eða öðrum að gagni á ný.
Þessar greinar og sprek verða
fæða fjölda smárra lífvera, jafnt
lítilla jarðvegsdýra eins og mítla
og stökkmors sem og sveppa og
baktería. Þarna eru þessar rotver-
ur við vinnu, hver á sfnu sérsviði
að brjóta niður greinarnar og nýta
orkuna sem í þeim býr sér til við-
urværis, en koma um leið næring-
arefnunum áfram í hringrás þeirra
um lífheiminn. Grein sem er
nýdauð er fæða annarra rotvera
en sú sem langt er komin áleiðis f
rotnuninni. Þannig er þetta svip-
að og í boðhlaupi, þegar þeir
fyrstu hafa lokið við að neyta
sinnar fæðu og oft lokið ævistarf-
inu, þá taka þeir næstu við og
síðan koll af kolli en þó alltaf með
mismikilli skörun í tíma. Ef litið
er á sveppina þá hefst líf þeirra
oft með þvf að gró lendir á grein-
inni og spírar f sveppþræði sem
vaxa inn í greinina og sjúga upp
næringu úr dauðum plöntuvefn-
um. Sveppir eru mjög misleitur
hópur hvað varðar næringu og
eru þeir sem fyrstir koma á grein-
ina oft fljótir að ljúka við sinn
matarskammt, enda taka þeir oft-
ast það sem auðmeltanlegast er,
og koma einhverju af orkunni í að
framleiða afkomendur, það er
einhverja gerð af gróum og hverfa
eftir það af sjónarsviðinu. Aðrir
taka síðan við og fer það eftir því
hve endingargóð fjölgunarfærin
eru hvað við finnum af sveppum á
greininni. Líkamar sveppanna eru
hver öðrum líkir, hárfínir þræðir
sem vefjast um greinina og stinga
sér inn á milli frumna og vefja
hýsilsins. Sumartegundir hafa
reyndar brúna þræði en aðrar
glæra eða hvíta en ef þekkja á
sundur tegundir á þráðunum þá
þarf helst að beita tækni sam-
eindaerfðafræðinnar við það og
helst að ná sveppnum í rækt. Það
eru hins vegar fjölgunarfærin sem
eru mismunandi eftirtegundum
og hafa einkenni þeirra fyrst og
fremst verið notuð til að skipa
sveppunum niður í flokkunarkerfi,
það er í fylkingar, flokka, ætt-
bálka, ættir, ættkvfslir og tegund-
ir. Til að geta flokkað óþekkta Iff-
veru eftir þessu kerfi þarf oft að
sneiða hana þunnt með rakvélar-
blaði og skoða sneiðina í smásjá.
f smásjánni sést lögun fjölgunar-
færanna og með innbyggðri
mælistiku má mæla lengd og
breidd hinna ýmsu hluta þeirra.
Þegar komin er lýsing á sveppn-
um í stórum dráttum er næsta
skref að finna greiningarlykla fyrir
þann hóp sveppa sem líklegt má
telja að hann tilheyri og með
hjálp þeirra útiloka hvern sveppa-
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
95