Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 106

Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 106
sanngjarnar skaðabætur. Lögin voru samin að tilhlutan Magnús- ar konungs Hákonarsonar, sem ríkti í Noregi frá 1263 til 1280. íslendingar gáfu honum viður- nefnið lagabætir. Brennuvargar og brennumenn voru þó sem áður gerðir útlægir og urðu að greiða háar fébætur ef brunnu hús, heyhlaðar, sel, eða skip og voru brennd með heiftarhug (þ.e. af ásettu ráði, af hefnigirni). Eitt hef ég þó ekki rekist á í Grágás, sem er í lónsbók og varð til tjóns hérlendis er fram liðu stundir, en það er ákvæði í 21. kafla laganna, um að sá sem nýti annars manns skóglendi skuli uppræta stofna. Þetta ákvæði varð til þess að lélegri endurvöxt- ur varð í íslenskum skógum en vera þurfti. Ástæðan var sú að tré uxu gjarnan upp af rótum gam- alla stofna, einkum þar sem lággróður var þéttur og birkifræ komst ekki í mold til spírunar. Smám saman þegar lfður á miðaldir fer að halla undan fæti fyrirgróðri, bæði af völdum manna og náttúru (Þorleifur Ein- arsson, 1962, Sturla Friðriksson, 1987 og Páll Bergþórsson, 1987). Á átjándu öld fer þó loks að rofa til í hugum manna með vaxandi þekkingu og þeir fara að gefa aft- ur gaum að notum og nýtingu lands og landgæða. Hér verða rakin nokkur dæmi um ábending- ar manna um umgengni við skóg- ana og svo hvað gera megi til að bæta úr þeim spjöllum, sem voru orðin á skóg- og kjarrlendi. Ábending Jóns Vídalíns í nýlegri útgáfu Vídalínspostillu skrifar sr. Gunnar Kristjánsson inngang, þar sem hann rekur m.a. starf biskups og segir frá þjóð- málaáhuga )óns og áhuga hans á verkmenntun og menningu. |ón Vídalín biskup lést 30. ágúst árið 1720. Litlu fyrr í sama mánuði skrifaði hann Raben stiftamt- manni bréf þar sem hann meðal annars hveturtil betri menntunar ungmenna, til framfara í ýmsum smáiðnaði og síðast en ekki síst bendir Jón biskup stiftamtmanni á hve nærri birkiskógum landsins hafi verið gengið, að þeir séu í verulegri útrýmingarhættu. Herra Jón vill að hugað sé að mótekju og innflutningi kola frá Englandi í staðinn fyrir birkinotkunina (Gunnar Kristjánsson, 1995). Þetta er ein fyrsta viðvörun um útrýmingu skóga hérlendis. Kol fóru hins vegar ekki að flytjast að neinu ráði til landsins fyrr en á næstu öld þótt á síðustu áratug- um 18. aldarinnar hafi verið flutt inn nokkur tonn árlega af kolum. Mótekja jókst hins vegar af þeirri illu nauðsyn, að skóga þraut vfða. Áminning rentukammers Athugasemdir Jóns biskups hafa ef til vill borist til stjórnvalda til að mynda með bréfum frá stift- amtmanni, en árið 1755 hvatti stjórnin í Kaupmannahöfn ís- lendinga til að vernda skóga og bað sýslumenn að gæta þess að ungviðið væri eigi höggvið (Þór- unn Valdimarsdóttir, 1989). Embættismönnum'á íslandi, sem vildu stemma stigu við ofnotkun skóganna hefur reynst bréf rentukammers haldreipi. Ljádenging og nýting skóga Betri nýting og betri ending skóg- anna var orðin góðum mönnum hugstæð í lok 18. aldar. Árið 1786 fór Magnús Stephensen þess á leit við Ólaf Ólafsson lektor á Kóngsbergi í Noregi, að hann skrifaði um málefnið í rit Lær- dómslistafélagsins. í formála fyrir riti félagsins þar sem grein Ólafs birtist, segir Magnús Stephensen: „Um Ijáa dengslu, skrifað af hra. lektor Ólafi Ólafssyni á Kóngs- bergi. Ár 1786 óskaði félagið að fá skýrslu um „Hversu heyljáir með betra móti, og minni kostn- aði en almennt viðgengst, yrðu þynntir og skerptir, án þess að eyða þar nokkru eður eins miklu til af viðarkolum, og vandi er til í íslandi." Tvennt gekk félaginu til þessa. Fyrst og fremst vildi það koma í veg fyrir, ef mögulegt væri, „að því litlu, sem enn nú er eftir af birkiskógum í íslandi væri" með orðum Magnúsar: „ei gjör- eytt af kolagerðarmönnum, hverra árlega og gálausa skógar- högg má álíta næstu orsök til skóganna þverrunar, auk þess er sveita-bóndinn eigi má án vera til daglegra búsnauðsynja, svosem til eldiviðar, hvar eigi fæst mó- skurður, til húsabyggingar o. fl. f öðru lagi: að gjöra þynningu ljáanna óerfiðari, samt auðveld- ari fyrir hvern og einn, spara þá dýrmætu tíð ertil þess gengur um sláttinn, og að lyktum gjöra ljáina langbeittari ef mögulegt væri. Þykir nú félaginu sem hra. Olavsen hafi til þakklætis unnið af löndum sínum, fyrir það hann sendi oss nefnda leturgjörð, og ei megum vér annað en óska; að hans velmeintu forskriftir í téðu efni yrðu án hleypidóma prófaðar í íslandi, og notaðar sem ber." Ólafur Ólafsson tekur undir þessi orð Magnúsar Stephensen í upphafi greinar sinnar og segir þar: „Félagsins lofsverði tilgangur með þetta verkefni var, að sporna við því að þær litlu eftirstöðvar af skógi og rif-hrísi í landinu.verði ekki öldungis í grunn eyðilagðar, og eftirkomendur vorir firrtir þessu svo dýrmæta bjargræðis- meðali, án þess að bera umsorg- un fyrir nokkru öðru í þess stað; þaraðauki að gjöra dengsluna hægri, kostnaðar og vandaminni, en hún er nú ..." Litlu síðar í grein sinni segir Ólafur löndum sínum frá því Norðurlandabúar noti hverfisteina til að leggja Ijá- ina á og spari með því bæði kol og dengslu og þar með tfma. Trú- lega hefur grein þessi orðið til þess að um aldamótin 1800 fóru að flytjast hverfisteinar til lands- 104 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.