Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 120
einsleitar, auk þess að nýting
þeirra takmarkast oft við ódýran
iðnvið. Þannig er nýting þessara
„plantekruskóga" oft þundin við
gjörfellingu (clear-cutting) á
ákveðnum aldri og svo endur-
gróðursetningu í kjölfarið. Eins
eru þessir einsleitu skógar við-
kvæmir gagnvart áföllum, eins og
meindýrum sem geta hæglega
skaðað stór svæði. Þvf er núna
mikil hreyfing í þá veru að reyna
að breyta þessum einsleitu skóg-
um fyrri ára í sjálfbærari skógar-
vistkerfi.
Með skipulögðum ræktunar-
aðferðum er hægt að gera skóg-
ana fjölbreyttari og um leið reyna
að auka verðmæti afurða skóg-
anna. Þar skiptir miklu máli að
skógurinn sé grisjaður, þannig að
hægt sé að hafa áhrif á viðargæði
og hæðarsamsetningu skógarins.
Einnig er hægt að gróðursetja
aðrar trjátegundir í opnur í skóg-
unum.
Sömuleiðis er unnið að því að
þróa aðrar aðferðir við að sækja
timbur f skógana en með gjörfell-
ingu. Snýst það um að nota að-
ferðir sem tryggja samfellda
skógarþekju, með því að fjarlægja
einungis hluta trjánna f hverri at-
rennu, auk þess að notfæra sér
náttúrulega endurnýjun skóg-
anna út frá frætrjám.
-Náttúruskógar
(native woodlands)
Mikil áhersla er lögð á varð-
veislu upprunalegu skógarleif-
anna. Bæði með því að friða þá
frá beit og eins breiða þá út.
Veittir eru sérstakir styrkir til
þess að rækta skóga sem saman-
standa einungis af innlendum
trjátegundum. Hefur þetta verið
einn helsti vaxtarbroddurinn í
Nokkrar tölulegar staöreyndir um vöxt skóga í Skotlandi
Trjátegund Mögulegur vöxtur m3/ha Meðal- vöxtur m3/ha Aldur við 1. grisjun ár Aldur við skógarhögg (ár) '
Sitkagreni 6-24 13 18-33 40-60
Stafafura 4-14 7 19-40 50-60
Skógarfura 4-14 9 21-40 55-75
Rauðgreni 6-22 12 20-35 50-70
Lerki (evr/jap) 4-16 9 14-26 45-55
Birki 2-10 5 14-24 40-60
(arðvinnsla er notuð til þess að undir-
búa gróðursetningu. Herfi eins og
þetta hafa rutt sér til rúms á seinni
árum, en þau jarðvinna bletti fyrir
hverja plöntu.
Ljósm.: j.G.P. (S.í).
nýskógrækt í Skotlandi undan-
farin ár.
-Aðgengi og útivist almennings
(public access)
Aðgengi almennings skiptir miklu
máli í allri skiRulagningu skóg-
ræktar í Skotlandi. Stærstur hluti
skosku þjóðarinnar býr í þéttbýli
og því er mikil þörf á aðgengileg-
um útivistarsvæðum fyrir al-
menning. Skosku hálöndin eru
eins notuð mikið til útivistar af
öðrum íbúum Bretlands, sem eru
í dag um 60 milljónir. Þannig er
gífurleg ásókn fólks f útivist í
hálöndunum, sem um leið gerir
ferðaþjónustu að stórum at-
vinnuvegi. Ríkisskógræktin hefur
unnið mikið starf að því að bæta
aðgengi almennings að skógun-
um og eins eru veittir styrkir til
einstaklinga sem vilja bæta að-
gengi almennings að skóglend-
um sínum.
Lokaorð
Það er sameiginlegt með okkur
og Skotum, að hafa staðið
frammi fyrir nánast algerri skóg-
eyðingu, sem rekja má til athafna
mannsins. Skotar brugðust hins
vegar mun fyrr við og af mun
meiri krafti en hér hefur verið
gert. Því eru þeir löngu búnir að
ganga í gegnum ferli grunnrann-
sókna og þróunarstarfs á ræktun-
araðferðum, sem við erum enn
að fást við, og tókst á 100 árum
að auka umfang skóglendanna úr
4% í 15%. Lærdómsríkt er að líta
til reynslu þeirra, þegar fjallað er
um framtíðaráherslur íslenskrar
skógræktar.
f Skotlandi tók stórræktunin
fram undir árið 1985 nánast ein-
118
SKÓGRÆ KTARRITIÐ 1999