Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 123
SIGURÐUR BLÖNDAL FURÐUR í SKÓGRÆKTINNI
Skrápgreni
Vorið 1956 var sáð í gróðrar-
stöðinni á Hallormsstað
125 g fræs af grenitegund,
sem þá var alls óþekkt hér á landi.
Á latfnu heitir hún Picea asperata
Mast. Hákon Bjarnason var
spenntur að reyna þessa tegund,
sem komin var einhvers staðar
austan úr Asíu. Ég spurði einskis
frekar þá, enda á kafi upp fyrir
haus í vorönnum, að byrja annað
ár mitt sem skógarvörður.
Fræsýnið fékk Hákon frá trjá-
safninu í Horsholm við Kaup-
mannahöfn. Uppeldið gekk bæri-
lega, og vorið 1961 voru 460
plöntur gróðursettar í Hallorms-
staðaskógi við lækinn skammt frá
Atlavíkurstekk. Fáeinar plöntur
stóðu eftir í beðum eða voru end-
urdreifsettar, eins og oft var gert á
þeim árum með mjög góðum ár-
angri. Þá var ekki til siðs að henda
plöntum, eins og sfðar varð regla
með þær, sem voru undir ein-
hverri lágmarksstærð. Plönturnar
af skrápgreninu, sem gengu af
1961, voru gróðursettar 1963
ásamt nokkrum öðrum fágætum
tegundum 1963 við Jökullæk.
Sumarið 1970 hélt Skógræktar-
félag Austurlands útisamkomu í
Atlavík og var þá sett upp í Vík-
Staka tréð við skógarvarðarbústaðinn.
1997 um haustið var hæðin 6,65 m og
ársproti 84 cm. Mynd: S.Bl., 02-04-98.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
121