Skógræktarritið - 15.05.1999, Qupperneq 124
Trén í litla trjásafninu við Jökullæk.
Hið hæsta var haustið 1997 8,30 m,
þvermál í brjósthæð 13,8 m og ársproti
64 cm. Mynd: S.Bl., 25-04-98.
inni sýning á 38 trjátegundum,
sem voru í ræktun í skóginum.
Sýningin vakti talsverða athygli.
Þessar plöntur - eða réttara sagt
tré - stóðu í Atlavík til 1972 eða
1973. Þá voru þær, sem voru
sæmilega hressar, fluttar og
gróðursettar á varanlegan sama-
stað skammt frá skógarvarðarbú-
staðnum á Akurgerði. Meðal
þeirra var sýningareintakið af P.
asperata. Liðu nú ár og dagar.
Síðla á 9. áratugnum fékk þessi
grenitegund nafn hjá trjánafna-
nefndinni: Skrápgreni, sem var
nokkuð hnyttið, vegna þess að
börkurinn er stórflögóttur og
minnir í fljótu bragði á hákarls-
skráp.
Lítil tíðindi bárust árum saman
af plöntunum við Atlavíkurlæk,
enda staðurinn úr alfaraleið í
skóginum. Birkiteinungur óx
þeim yfir höfuð. Loks voru þær
„frelsaðar" sl. vetur. Báru margar
þá merki undirokunar. Auk þess
vildi svo illa til, að megnið af
teignum er slakur 2. gróskuflokk-
ur (bláberjalyng), þar sem greni-
tegundir vaxa afar hægt - vægast
sagt. Fyrir því eru flest trén af
hinum 460, sem þarna voru gróð-
ursett, ósköp lágvaxin. En hin fáu
tré, sem standa í litla trjásafninu
við Jökullæk og voru tvídreifsettar
úrkastsplöntur, hafa vaxið furðu-
vel og eru langhæst allra úr þess-
um hópi, enda vaxa þau á góðum
1. gróskuflokki (gras- og blóm-
lendi). Staka tréð úr Atlavíkursýn-
ingunni fór að spretta úr spori
fyrirtæplega lOárum. Sl. sumar
(1997) var það komið með nokkra
köngla, sem eru mun stærri en á
öðrum grenitegundum, sem
ræktaðar eru á íslandi.
Síðsumars 1997 var það komið
með ofursprota, svo að nú var
tími kominn til að mæla tréð.
Útbreiðsla fimm grenitegunda í Miö- og Austur-Asíu
o Picea tianschanica @ Picea schrenkiana 0 Picea smithiana Picea asperata 0 Picea polita
Heimild: Lise Rastad. Udbredelseskort over vedplanter. 1. Náletræer. 2. udgave. - Botanisk institut, KVL 1980.
122
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999