Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 125
Samfelldur skógur af hreinu skrápgreni í Richthofen-fjallgarðinum í Suðvestur-
Mongólíu í 3000 - 3350 m hæð yfirsjávarmáli. Mynd: J. F. Rock, 1926.
Mælingin sýndi 6,65 m hæð trés-
ins og lengd ársprotans 1997 84
cm! Þetta voru vissulega tíðindi
til frásagnar. Trén við Jökullæk
voru mjög þrifleg: Hið hæsta 8,30
m, þvermál íbrjósthæð 13,8 cm
og ársproti 1997 64 cm.
Þessi mikli vöxtur skrápgrenis-
ins hlýtur að flokkast undir „furð-
ur" í skógræktinni, þegar litið er
til þess, hvaðan það er komið.
Skrápgrenitré í dal, sem Gulafljót fellur
um í Norðvestur-Kína í 3100 m hæð
yfir sjávarmáli. Mynd: J. F. Rock, 1925.
Að þessu skrifuðu er kominn tími
til þess að segja nokkur deili á
þessari fáséðu grenitegund.
Kortið, sem hér er birt, sýnir gróf-
lega heimkynni hennar. Nánartil-
tekið er það í vestanverðu Kfna,
allhátt til fjalla f fylkjunum Junn-
an, Sisjúan, Hupej og Kansu, og
nær auk þess inn í Tíbet austan-
vert. Sem sagt af ólíklegustu
slóðum til að geta vaxið á þessari
úthafseyju.
Hinn merkilega góði vöxtur og
þrif þessara trjáa á Hallormsstað
vakti forvitni mína á að vita nánar
um uppruna þeirra. Ég vissi, að
fræið kom frá Horsholm. En
hvaðan fengu þeir fræið?
Ég skrifaði vini mínum dr.
Soren 0dum, forstöðumanni
trjásafnsins í Horsholm, og fékk
frá honum eftirfarandi svar:
„Fræsýnið hefirteignúmerTrjá-
safnsins 304/55. Því var safnað í
barrtrjáþyrpingu Trjásafnsins frá
Austur-Asíu, þar sem á þeim
tíma „drottnuðu" fjöldi trjáa úr
söfnun Josephs Rocks í Kansu-
fylki.
Á þeim tíma voru í Trjásafninu
fleiri tré af Picea asperata en í dag.
Þar sem söfnuðust [ 1955] 3,4 kg
fræs hefir frjóvgun áreiðanlega
verið svo góð milli trjánna, að
frjóvgun frá öðrum tegundum
hlýtur að hafa verið takmörkuð.
Við vitum samt vegna tilrauna
hér með stýrða frjóvgun, að teg-
undin getur víxlfrjóvgast með P.
abies."
Með þessu bréflega svari sendi
Soren mér ljósrit af grein um
plöntur úr söfnun Josephs þessa
Rocks íTrjásafninu í Horsholm
og Skógbótanfska garðinum í
Charlottenlund við Kaupmanna-
höfn. Eftirfarandi upplýsingar eru
sóttar í þá grein.
Joseph Rock safnaði fræi í
Norðvestur-Kfna 1925-1927.
Trjásafn danska landbúnaðar-
háskólans í Horsholm fékk fræ-
sýni af skrápgreni, sem hann
safnaði á fimm stöðum, einum f
Tíbet og fjórum í Gansu (áður
stafað Kansu). Hæðin yfir sjávar-
máli var 3.050 m íTíbet, hæð
trjáa þar var 12-45 m. í Gansu var
h.y.s. 2.440 m til 3.050 m og hæð
trjáa 9-24 m.
Það er til marks um áhuga
Hákonar Bjarnasonará þessari
fjarlægu trjátegund, að í eitt
myndaalbúm Skógræktar ríkisins
hefir hann límt upp þrjár
Bolur skrápgrenis á sömu slóðum og á
myndinni til vinstri.
Mynd 1. F. Rock, 1925.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
123