Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 133
ísólfur Gylfi Pálmason alþingis-
maður flutti erindi um Suður-
landsskóga. Hann kvað Suður-
landsskógaverkefnið hafa mikil
áhrif á byggðaþróun og styrkingu
byggðar á Suðurlandi.
Björn B. Jónsson framkvæmda-
stjóri Suðurlandsskóga sagði að
verkefnið væri þríþætt, timbur-
skógar, landbótaskógar og skjól-
belti.
Harpa Dís Harðardóttir fór yfir
svæðisstjórnunina og hlutverk
hennar.
Ása L. Aradóttir, sérfræðingur á
Mógilsá, flutti erindi um aspar-
verkefnið í Gunnarsholti en það
hófst fyrir 10 árum með samstarfi
kanadfskra og íslenskra skóg-
fræðinga. Gróðursettar voru
nærri 150 þúsund alaskaaspir á
14,5 ha lands árið 1990. Mjög vel
er fylgst með öllum veðurfarsleg-
um þáttum og einnig hvaða áhrif
trén hafa á umhverfið. Einnig
hversu mikið bindist af C02 og
hvaða áhrif eru af því að skógur-
inn vex upp á berangri og einnig
eru möguleikará nýjum rann-
sóknum. Uppistaðan í fyrirlestr-
inum voru litskyggnur.
Engar umræður.
Matarhlé kl. 12:22. Ákveðið að
rútan færi kl. 13:30. Komið við í
Gunnarsholti, Bolholti og Galta-
læk þar sem þegnar voru veitingar
af Landsvirkjun íhúsaskjóli
Templara. Komið til baka kl. 18:30.
Á kvöldvökunni voru eftirtaldir
heiðraðir: Markús Runólfsson,
formaður skógræktarfélags
Rangæinga, hjónin Indriði Ind-
riðason og Valgerður Sæmunds-
dóttir sem um áratugi hafa rekið
Tumastaði, Magnús Finnboga-
son, bóndi og frumkvöðull í
skjólbeltarækt, og Sigurður
Ágústsson, fyrrverandi formaður
Skógræktarfélags Stykkishólms.
Sunnudagur 30. ágúst:
Sædís Guðlaugsdóttir varafund-
arstjóri bar upp reikninga og voru
þeir samþykktir samhljóða.
Sveinbjörn Dagfinnsson gerði
grein fyrir öllum fjórum tillögum
allsherjarnefndar, en fyrsta tillag-
an var um lög Skógræktarfélags
íslands. Hallgrímur Indriðason
gerði grein fyrir störfum skóg-
ræktarnefndar. Miklar umræður.
Sædís Guðlaugsdóttir vara-
fundarstjóri þakkaði nefndarstörf-
in. Sveinbjörn Dagfinnsson
greindi frá því hvernig hann hefði
í barnæsku kynnst Hákoni Bjarna-
syni og síðan orðið tengdasonur
Hermanns Jónassonar sem strax
hafi drifið hann í ræktunarstörf.
Nú hafi hann ákveðið að gefa ekki
kost á sér til endurkjörs og þakk-
aði hann öllum fyrirgóð kynni.
Hulda Valtýsdóttir þakkaði Svein-
birni fyrir vel unnin störf og bað
hún síðan viðstadda að hrópa
ferfalt húrra fyrir honum. Að
þessu loknu var Magnús (óhanns-
son ráðuneytisstjóri umhverfis-
ráðuneytisins kosinn í aðalstjórn
og sömuleiðis Sigrfður lóhanns-
dóttir sem var fyrir í aðalstjórn-
inni. Þá var komið að því að kjósa
í varastjórn þrjá menn. Við skrif-
lega kosningu urðu úrslit þessi:
Ólafía Jakobsdóttir41 atkvæði,
Hólmfríður Finnbogadóttir
40 atkvæði, Sigurður Arnórsson
33 atkvæði, Gunnlaugur Claessen
21 atkvæði, Erla Bil Bjarnardóttir
14 atkvæði, Markús Runólfsson
16 atkvæði. Auk þessara fengu
þrír eitt atkvæði hver.
Skoðunarmenn reikninga voru
kosnir Baldur Helgason og Birgir
ísl. Gunnarsson og til vara Hall-
dór Halldórsson og Kjartan
Ólafsson.
Þá kvaddi Sveinbjörn Dagfinns-
son sér hljóðs og afgreiddi fram-
lögð drög að stefnumótun Skóg-
ræktarfélags fslands sem stefnu-
mótun Skógræktarfélags fslands.
Nú kvaddi Óskar Þ. Sigurðsson,
Sk. Árnesinga, sér hljóðs og sagði
að á næsta ári yrði skógrækt á
íslandi 100 ára ef miðað væri við
furulundinn á Þingvöllum og að
eftir tvö ár yrði afmælisár hjá
Skógræktarfélagi Árnesinga. Af
því tilefni byði hann Skógræktar-
félagi fslands að halda næsta
aðalfund í Árnessýslu.
Ólafur Sigurðsson form. Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur beindi
því til stjórnar Skógræktarfélags
fslands að kjósa Sveinbjörn Dag-
finnsson heiðursfélaga.
Þá kvöddu HörðurZóphónías-
son og Margrét Guðjónsdóttir sér
hljóðs og fóru með vísur.
Markús Runólfsson, Sk. Rangæ-
inga, þakkaði öllum fyrir komuna
og bætti við að hann vildi gjarnan
sjá alla aftur eftir 5 ár á nýju af-
mælisári.
Að því loknu sleit formaður
fundi kl. 12:38.
Fundarritari: Halldór Halldórsson.
Tillögur allsherjarnefndar:
LÖG
Skógræktarfélags íslands
1. GREIN
Nafn félagsins er Skógræktarfélag
íslands. Heimili þess og varnarþing
er í Reykjavík.
2. GREIN
Félagið.er samband skógræktarféiaga
í landinu. Það starfar sjálfstætt, er
málsvari félaganna, gætir hagsmuna
þeirra og kemur fram fyrir þeirra
hönd þegar þörf krefur.
3. GREIN
Markmið félagsins er að vinna að
framgangi skógræktar og trjáræktar í
landinu og stuðla að hverskonar um-
hverfisbótum. Þessu verði náð með
því að:
a) Efla og styrkja skógræktarfélögin.
b) Hvetja til og stuðla að gróður-
vernd og landgræðslu.
c) Veita fræðslu um skógrækt og trjá-
rækt og gildi hvors tveggja fyrir
þjóðfélagið.
Félagið skal gefa út ársrit, svo og
önnur rit um skógrækt og skyld mál-
efni auk fræðslurita eftir því sem
þurfa þykir.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
131