Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 135

Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 135
frumvarpið verði afgreitt sem lög frá Alþingi fyrir þinglok í vor. Aðalfundurinn leggur áherslu á að Skógræktarfélag fslands fái tækifæri til að fjalla um væntan- legt frumvarp. Greinargerð Lög um skógrækt eru að stofni til frá árinu 1955 með nokkrum sfð- ari breytingum og eru um margt orðin úrelt. Fundurinn telur ákjósanlegt að sett verði ný heildarlög og skv. þeim verði unnið að framkvæmd- um f skógrækt eftir markmiðs- setningum, sem verði reglubund- ið endurskoðaðar og þeim fjár- veitingum sem fást til einstakra verkefna. Aðalfundur Skógræktarfélags ís- lands haldinn á Hvolsvelli dag- ana 28.-30. ágúst 1998 felur stjórn Skógræktarfélags íslands að fylgjast með endurskoðun laga um skógrækt. Við þá endurskoðun er brýnt að tryggja að áhugamönnum um skógrækt sé opin leið til land- náms og skógræktar. í því skyni verði þess gætt að ákvæði 21. gr., núgildandi laga haldist óbreytt að því leyti að Skógrækt rfkisins hafi heimild til að leigja almenn- ingi land til skógræktar á þeim svæðum sem stofnunin hefur forræði yfir. Greinargerð í ljósi þess að styrkir til skógrækt- ar hafa verið stórauknir á síðustu árum skal nefnt að stærsti hluti þessara styrkja hafa verið notaðir til að styrkja skógrækt hjá þeim aðilum sem eiga eða leigja land. Styrkir til þess áhugafólks um skógrækt sem ekkert land á, hafa verðið litlir. Sá möguleiki sem fyrirfinnst í skógræktarlögum, að leyfa einkaaðilum að rækta skóg á landi S.r. hefur ekki verið notaður að neinu marki. Þetta er merkileg staðreynd í ljósi þess að gróður- setning á vegum framkvæmda- deilda S.r. hefur dregist saman samfara aukinni gróðursetningu á vegum ríkisstyrktrar skógræktar bænda. Á næstu árum mun grisj- unarþörf f skógum S.r. aukast og mun því stærri hluti af fjármunum þeim er framkvæmdadeildunum , er ætlað á hverju ári renna f grisj- un. Því má ætla að gróðursetning á vegum S.r. eigi enn eftir að minnka á næstu árum. í ljósi þessa mætti útdeila skógræktar- löndum til þeirra sem áhuga hafa á skógrækt. í lauslegri samantekt (Þ:E.) eru lönd S.r. áætluð ca 41.000 ha, þar af eru: 2.500-3.000 gróðursettur skógur 10.000-12.000 ha birki vaxið <20.000 skóglaust ekki ræktan- legt land 10.000 ha skóglaust en ræktan- legt land, hæft til skógræktar. S.r. gróðursetur f ca. 50-100 ha á ári. Það gæti því tekið allt að 200 ár að gróðursetja í lönd S.r. með sama framkvæmdahraða. Miklir styrkir hafa verið veittir til ýmissa skógræktarverkefna bænda eins og áður var drepið á. Því er mikið réttlætismál að ein- hverjir styrkir séu einnig veittir til hinna landlausu áhugamanna um skógrækt. Styrkir f formi skóg- ræktarlands væru því góð lausn á því máli. Tillögur skógræktarnefndar: Aðalfundur Skógræktarfélags fslands haldinn á Hvolsvelli dag- ana 28.-30. ágúst 1998 felur stjórn Skógræktarfélags íslands að hlutast til um að réttur al- mennings til að hafa frjálsan að- gang til útivistar á landi, þar sem ræktaður er skógur með ríkis- styrkjum, verði tryggður. Sem dæmi um slík skógræktar- verkefni má nefna nytjaskógrækt á bújörðum, skógrækt á vegum Héraðsskóga og Suðurlands- skóga, svokölluð viðbótarskóg- rækt o.fl. Greinargerð Bændur og aðrir landeigendur (vörslumenn lands) hafa að mestu tekið við nýgróðursetn- ingu í landinu á síðustu árum. Ber að fagna þeim áfanga og vona að aukning verði á þeim vettvangi á næstu árum. Þó ber að athuga, að tryggja á að slíkar ríkisstyrktar framkvæmdir hafi meðbyr hjá almenningi til fram- búðar, verður að gæta þess að almenningur hafi frjálsan og óheftan aðgang að þeim skógum til útivistar. Dæmi erlendis frá sýna óyggjandi, að hætta er á að áhugi almennings á ríkisstyrktri skógrækt minnki með tímanum, ef umferð almennings er heft eða skógar eru óaðgengilegir. Er þetta til dæmis raunin hjá ná- grönnum okkar Skotum. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands haldinn á Hvolsvelli dag- ana 28.-30. ágúst 1998 hveturtil aukinnar ræktunar á jólatrjám. Greinargerð Æskilegt er að innlend fram- leiðsla anni eftirspurn á jólatrjám þar sem innflutningur þeirra eyk- ur hættu á smitsjúkdómum. Tekjur af íslenskum jólatrjám geta orðið umtalsverðar. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands haldinn á Hvolsvelli dag- ana 28.-30. ágúst 1998 fagnar upplýsingum er benda til þess að nú þokist í átt til aukinna mögu- leika skógræktarfélaga og ann- arra, sem stuðla að gróðurbótum og útivist f landnámi Ingólfs. Beinir fundurinn því til land- eigenda, ábúenda, sveitarfélaga og annarra sem að málum koma SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.