Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Síða 24

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Síða 24
honum í röð okkar bestu skák- manna. Karl hóf að tefla kappskák um 1977 og frami hans varð óvenju skjótur. Karl hefir orðið skólaskák- meistari íslands í eldri flokki og er núverandi Norðurlandameistari í þeim flokki norrænnar skólaskákar. Það sem vakti þó fyrst verulega athygli á Karli var sigur hans sumar- ið 1979 á Barnamótsári Sameinuðu þjóðanna í Puerto Rico. Karl var í hinni sigursælu sveit, sem náði 2. sæti á heimsmeistara- móti ungmenna í Chicago á seinasta ári. Árið sem er nýliðið var mjög viðburðaríkt hjá Karli. — Hann tók þátt í Reykjavíkurskákmótinu í febrúar og stóð sig frábærlega þar sem hann hlaut 6 Vi vinning í 11 skákum. Vinningatalan ein segir ekki alla söguna, þar sem Karl fékk stigahæstu andstæðinga allra á mót- inu. Hann tefldi t.d. við 8 stórmeist- ara af 13 og hlaut 4 Zi vinning úr þeim skákum og 2 vinninga af 3 fékk hann gegn alþjóðlegum meistumm. í ágúst sl. hélt Karl svo til Finn- lands til þátttöku í Heimsmeistara- móti unglinga og stóð sig með af- brigðum vel og náði 3. sæti. Innanlands hefir Karl sigrað í fjölda móta, t.d. varð hann sigur- vegari í Haustmóti T.R. 1982. I landsliðsflokki íslandsþingsins hefur hann teflt tvisvar en ekki náð að sigra enn, enda við ramman reip að draga á þeim vígstöðvum og margir um hituna! Karl var í fyrsta sinn valinn í Ólympíuskáksveit íslands sl. haust og tefldi því á 26. Ólypíuskák- mótinu í Saloniki í Grikklandi sem annar varamaður. Þar hlaut Karl sína eldskirn á þeim vettvangi og dýrmæta reynslu, þótt hlutskipti hans væri ekki öfundsvert — hann kom þrisvar inn í sveitina nánast á seinustu stundu, og ætíð með svart. Nýkominn heim frá Grikklandi var Karl valinn til að tefla fyrir ís- lands hönd á Evrópumeistaramóti unglinga í Gröningen í Hollandi í lok árins 1984. Þar stóð Karl sig mjög vel og var í baráttu um verðlaunasætin, er hann undir lok mótsins varð að hætta þátttöku af persónulegum ástæðum. ÍSEGG \\JL\G A ísivivni! stærðarflokkuð og gæðaskoðuð egg frá ÍSEGG. íOlítil ® ÍSI GG P^ngdirfli pikkaði íOmeðal ®ISEGG Ityngdarfli pikUAi ÍSEGG lOstór ® ÍSEGG 1 B c / I \ pyngdarfli pakkaði bcst fyrin vcrði SAMBAND EGGJAFRAMLEIÐEIVDA Vesturvör27. 200. Kópavogur. Síml: 45222. 24

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.