Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 9
leikans. Og til þessa hafði hann
ekki fundið annað en hina ytri
hlið hans. Það var engin undir-
staða í skáldskap hans, aðeins
móðukenndar hugmyndir eða
glitrandi regnbogalitir. Hann
lifði í óraunhæfum draumum.
Starf hans krafðist mikilla
ferðalaga, og þegar hann ferð-
aðist á hestbaki á vegum úti,
hafði hann nægan tíma til að
hugsa. Einkum náut hann þess
að ferðast eftir þjóðvegunum í
maímánuði og skoða dásemdir
enska landslagsins. Þar var
meiri fegurð að finna en í öllum
hans rómantíska skáldskap. Hún
myndi héðan af verða uppistað-
an í söngvum hans.
★
Dag einn sat Geoffrey við
skrifborðið meðal bóka sinna
uppi á lofti í Aldgate. Hringstigi
úr steini lá upp á loftið. Á hill-
unum í kring voru hundruð
bóka á latínu og frönsku. Hann
varð að hætta öllum draumór-
um og hafa sig að verki. Það var
ekki tími til að dotta, þegar mág-
ur hans sat andspænis honum
við borðið og tók til máls með
dynjandi rödd: „Tími riddara-
skaparins er á enda. Frægðar-
ljómi Englands er fölnaður.
Þrælarnir strjúka frá húsbænd-
um sínum. Bændurnir streyma
til borganna og gerast verka-
menn ...“ Chaucer dró ýsur,
rann heyrði rétt aðeins orð á
stangli, eins og úr fjarska. „ ...
undirróðursmenn . . . ósvífnar
kaupkröfur . . . frjálsir bændur
halda þing ...“ Chaucer hrökk
upp. „Þing,“ tautaði hann fyrir
munni sér. „Þing frjálsra manna
— frjálsir eins og fuglinn fljúg-
andi — fuglaþing . . . Fyrirtaks
efni í kvæði!“ Samkunda fugl-
anna eins og í dæmisögunni.
Spörinn og páfuglinn, krákurn-
ar og hrafnarnir og páfagaukur-
inn, skarfurinn, feitur og belg-
fullur, — allir saman safnaðir
til þess að skera úr því, hver
þriggja arna skyldi hljóta kven-
örn þann, er þeir biðluðu til...
Hana nú, þarna var hann aftur
farið að dreyma, — nú heyrði
hann brot úr ræðu mágs síns:
„Wat Tyler og óaldarlýður hans
... fara til Tower ... uppreisn
gegn kosningalögunum . . . Al-
varlegir tímar, Geoffrey.. .þenn-
an örlagaríka dag.“ — Hvaða
dag? Aftur hristi Chaucer af sér
drungann. Jú, það var dagur
heilags Valentíns í dag ... og all-
ir fleygir fuglar flýttu sér í brúð-
kaup arnarins með glymjandi
hávaða. Gæsin ruddist fram til
þess að láta á sér bera, en smyr-
illinn hratt henni til baka, og
varð nú uppþot mikið ...
En niðri á strætinu var raun-
verulegt uppþot. Uppreisn hinna
■ 7
Kjarnar — Nr. 35