Kjarnar - 01.05.1954, Side 46
grænum olífum. Grænar ost-
stengurnar hafði hún bakað
sjálf, og þar sem hún vissi að
Róbert var ekki mjög gefinn
fyrir osta, hafði hún borið fram
banana, sem dýft var í romm
með kransi af sykruðum fjólum
og mímósum í kring. Mennirn-
ir tveir borðuðu eins og þeir
hefðu ekki séð mat í marga daga,
og Kitty sat sigurviss, köld og
fögur við vsizluborð sitt og var
hin fullkcmna húsmóðir.
En heiftin skein af Jonnu. Hún
vissi vel, að Róbert hafði verið
mjög góður vinur Kittyar áður
fyrr, og vissi líka, hve lítið hann
skeytti þá um mat. Hún hafði
ekki tekið eftir breytingunni og
ekki hlustað á sultar-jarm hans
í Ameríku, þar sem hún hafði
einbeitt sér að því að ná tang-
arhaldi á honum — og nú sat
hann hér og át eins og grís —
eins og öll hans veröld væri mat-
ur — og svo þessi stórvaxna
Kitty í allt of flegnum kjólum!
Hún andvarpaði með velþóknun
og leit á gimsteinum sett arm-
bandsúr sitt: „Það hefur verið
alveg indælt að njóta mat-
reiðslulistar yðar — og mér þyk-
ir það leitt, en nú verðum við að
fara!“
„Hvað?“ hrópaði Róbert, sem
var að drekka kaffið og borða
litlar, mjúkar, rjómalagðar
brauðflísar með.
„Núna strax!“ hrópaði Kitty.
„Og ég hafði geymt svolítinn
sérstakan ábæti handa Róbert —
úr bezta romminu mínu.“
„Ég get vel bætt á mig einum
bita enn,“ svaraði Róbert í
skyndi.
Jonna hló við óþýðlega og
strauk óstyrkum fingrum eftir
kjólnum sínum, sem var ljós-
rauður og virtist mjög einfald-
ur í samanburði við kjól Kitt-
yar. „Þú ættir ekki að borða
meira af öllu þessu feitmeti,
góði minn,“ sagði hún aðvar-
andi við Róbert.
„Vitleysa — það er í fyrsta
sinn að ég fæ almennilegan mat
frá því ég fór til Ameríku,“
sagði Róbert.
Kristján horfði stórhneyksl-
aður á hann. „Almennilegan
mat? Geturðu komizt svona að
orði um allar þessar kræsingar?
Almennilegur matur — guð
komi til!“
„Við megum til að fara,“
sagði Jonna óþolinmóð. „Róbert
þarf að tala við pabba í kvöld.“
„Þarf ég?“ spurði Róbert
hissa. ,
Jonnu lá við að stappa í gólf-
ið. „Já, þú manst vel, að ...“
„Ég hefði vel lyst á meiru af
þessum ábæti, ef þú átt meira
af honum,“ sagði Róbert við
Kitty.
Þegar Kitty kom aftur úr eld-
Kjarnar — Nr. 35
44