Kjarnar - 01.05.1954, Síða 11

Kjarnar - 01.05.1954, Síða 11
baráttu sína gegn dauðanum, og menn héldu niðri í sér andanum af undrun og hrifningu. „Ég hef aldrei séð svo dásamlegan hóp!“ hrópaði veitingamaðurinn. Síð- an sneri hann sér að snaggara- legum fótgönguliða, sem sötraði í makindum öl sitt úr krús með loki: „Ert þú nýkominn úr stríði?“ „Ég er alltaf að koma úr einu eða öðru stríði, góðurinn minn,“ svaraði fótgönguliðinn. „Ég hef barizt fyrir trúna í mörgu kristnu og heiðnu landi — í Al- exandríu, Tyrklandi, Prússlandi, Frakklandi, Lithauen, Spáni. Og nú, í hléi milli tveggja stríða, er ég á leið í pílagrímsferð til Can- terbury.“ Chaucer virti fyrir sér fót- gönguliðann í snjáða hermanna- frakkanum. Gamla hermennsku- öldin var að víkja fyrir hinni nýju öld iðnaðarins. Lífið var sem ólgandi haf, hrannað af æð- andi stormum. Nýir vindar, nýj- ar bylgjur, en hafið sjálft var æ hið sama. Athygli Chaucers beindist frá fótgönguliðanum að öðrum gesti, förumunki, sem hafði leiftrandi augu eins og stjörnur á frostnóttu. „Ég er kátur og mikils háttar maður,“ söng hann við raust, „í allri regl- unni er enginn svo glaður.“ Chaucer hlustaði brosandi á förumunkinn. — Laglegur skriftafaðir, hugsaði hann með sér, — og fóstursonur fjandans. Og förumunkurinn hrópaði af miklum móði, rétt eins og hann hefði lesið hugsanir skáldsins: „Ég hef -meðtekið syndakvittun af hendi páfans sjálfs. Ég skal veita ykkur öllum fulla aflausn synda — gegn hæfilegu gjaldi.“ Nunnan hnyklaði brýrnar, en hafði þó allan hugann við borð- haldið. Geoffrey dáðist að fág- aðri framkomu hennar. Hún virtist svo tilfinninganæm, feimnisleg og fíngerð, að hjarta hennar myndi bresta við að sjá mús blóðga sig. Hnífilyrðin, spaugið og hlátra- sköllin glumdu meðal geStanna og ölið streymdi. Malari nokkur, tröllvaxinn og rauðskeggjaður, með vörtu á nefi og munn eins og hellisskúta, beindi orðum sín- um að ungum manni fölleitum, klæddum gauðslitnum frakka: „Komdu hérna, kallinn, það er ég viss um, að þú ert einn af þessum skólagengnu.“ „Rétt segir þú. Ég er heim- spekingur." Hann brosti ögn við. „Fjárhirzla mín er full af lær- dómi, ekki gulli.“ „Og belgurinn á þér sísoltinn, þykist ég vita.“ „Ég gæti fyllt á þér belginn, lagsmaður,“ þrumaði gráskeggj- aður bóndi. „Þú þyrftir að kom- ast í búrið hjá mér. Þar er ekki Kjarnar — Nr. 35 9

x

Kjarnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.